04.11.2007 20:04
Sunnudagsblogg.

Já hvað tíminn flýgur. Aftur kominn sunnudagur og ný vika að læðast inn. Við vorum í þvílikt flottri afmælisveislu hjá Hrefnu í gærkvöld.

Það voru örugglega hátt í 100 manns á staðnum. Heill hópur úr Flugstöðinni sem var gaman að hitta. Svo átti Margrét dóttir þeirra afmæli líka svo samtals var þetta 100 ára afmæli

Linda var í nágrenninu í heimsókn og skutlaði okkur heim um klukkan hálf eitt í nótt. Svo það hefur víða verið fjör í bænum því árshátíð Sandgerðisbæjar var líka í gærkvöld.
Kannski einhverjir latir í dag

Maddý og Gísli voru í Glaumbænum og við kíktum í kaffi. Og svo var auðvitað spjallað um ferðina stóru sem við fórum!!! Nú er best að hætta þessu blaðri og ég kveð að sinni úr Heiðarbænum.
Silla.
Flettingar í dag: 1431
Gestir í dag: 184
Flettingar í gær: 1223
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 210537
Samtals gestir: 38692
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 22:52:42