23.11.2007 14:08

Kvöldferð í Kópavog.


 Já nú er komið að saumaklúbb. Og í kvöld skellir maður sér í Kópavoginn til Helgu frænku. Það er gaman að halda þessu gangandi hjá okkur. Og hún hefur nú ekki síst verið dugleg við það. Einu sinni fyrir yfir 30 árum voru allir meðlimir klúbbsins búsettir í Sandgerði. En það hafa tvær helst úr lestinni og aðrar bæst við.
 
En samt ...til gamans! Allar höfum við einhverntíma búið í Sandgerði! En engin okkar býr í sjálfum bænum núna. Frá upphafi hafa verið í klúbbnum.. Lilla, núna búsett í Keflavík, Eydís í Njarðvík, Helga í Kópavogi og ég hér í Heiðarbæ. Þær sem hættu heita Hilda og Vordís. Fyrir mörgum árum bættust svo í hópinn Sigrún nú í Keflavík og Lilla Árna frá Landakoti nú í Kópavogi.

Gaman að geta þess að við Sigrún vorum í saumaklúbb saman sem litlar stelpur en þá með öðrum. Sigrún er frá Melabergi. Við fengum sko hlátursköst í gamla daga líka! Það fer nú ekki mikið fyrir saumaskap hjá okkur en því meira spjallað og hlegið. Jú Sigrún og Lilla Á. eru þær myndarlegu! Ég vona að veðrið verði til friðs rétt á meðan maður keyrir brautina. Lítur nú út fyrir það!

En annars er ósköp lítið að frétta héðan úr sveitinni. Sigfús og Erla Jóna skruppu í helgarferð til Barcilónu og ég vona að það verði smáfrí um helgina í vinnunni hjá Gunna. En hann fær þá ekki frið karlanginn fyrir mér sem finnur alltaf eitthvað sem þarf að gera!!

Svo þar til næst..hafið það gott.
Kveðja Silla.

P.s Já þetta var flott kvöld..Góða nótt..
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51