27.11.2007 01:14

Á LSH í Fossvogi.



Ég var að koma heim frá Landspítalanum í Fossvogi! Æ..og skildi Gunna eftir. Hann á að fara í rannsóknir þar á næstu dögum... Um helgina var hann að tala um að hann væri dofinn í vinstra fæti. Allt í lagi, ég hugsaði klemmd taug eða eitthvað..
 
En mér leist nú ekkert á það eftir að hann kom heim kl. sex í kvöld að hann væri dofinn alla leið upp í höfuð..Hann vildi bara fara að sofa og sagði að þetta myndi örugglega batna.

Svo ég reyndi að hringja í læknir á Heilsugæslu Suðurnesja í Keflavík til að spyrja ráða. En þar var svo mikið að gera að afgreiðslustúlkan sagði að læknirinn myndi hringja seint.

Enda var hann að hringja núna eftir að ég kom heim. Komst ekki í það fyrr. Hugsið ykkur álagið. (Reyndar sagði læknirinn að við hefðum gert það rétta. Hann (Gunni) hefði að öllum líkindum verið sendur í Rvík).

Ég hringdi síðan í 112 og þeir sögðu mér að hringja tafarlaust í læknavaktina á höfuðborgarsvæðinu og þar var mér sagt að fara strax með hann á bráðavaktina. Þangað komum við um hálf níu. Þar er hann í góðum höndum en þeir vildu leggja hann inn til rannsóknar. Svo er bara að vona að þetta sé ekki alvarlegt..en eitthvað er þetta.

Svo nú er ég komin heim aftur og ætla að koma mér í háttinn.
Næturkveðjur. Silla.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51