29.11.2007 19:49
Viðvörun? Kannski...

Jæja. Þá er húsbóndinn kominn heim. Það er flott. En ekki hefur dofinn horfið. En læknarnir útilokuðu allt sem við kannski höfðum mestar áhyggjur af eins og þröngar æðar og þannig hluti. Þeir töldu hann ráðgátu!! Gunna og læknanemarnir æfðu sig...Einna helst eitthvað ofnæmi eða ofþreytu væri um að kenna.
Svo er bara að vona að þetta lagist..Fari bara eins og það kom. En hann kom heim með geimfarabúning.

Og hann sleppur ekkert með að koma sér undan því. Hann á að mæta eftir helgi á spítalann og þá verður lesið úr dæminu. Já tæknin! Hann fékk sem sagt allavega rannsóknir og það var fínt. Nú verður hann bara að læra að anda með nefinu í orðsins fyllstu merkingu..Slaka á.

Kv. Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52