02.12.2007 22:09
Týra og Benni.

Já það er nú það.
Ég á tvo pínulitla hunda af Tjúáakyni. Það kyn er komið frá Mexicó. Týra mamman er 75% og Vikký ca 90%. Annað hundakyn sem blandast þeim er Pekingkyn.
En þið sem hafið lesið bloggið mitt vitið þetta. Og líka að Vikký heitir raunverulega Victoria og er fædd 4. júlí sl.og fædd með þrjá fætur!! Það vantar á hana annann framfótinn.

Og auðvitað kom ekki til greina að láta hana frá okkur og Gunni var ákveðnari en ég í því. Vikký skal verða Hverfishundurinn á Stafnesinu. En enn er hún bara að verða fimm mánaða og ekki alveg orðin fullorðin.
En út frá þessu ætlaði ég að segja ykkur að hún verður í pössun hjá Jóhönnu og hennar börnum og Brúnó hundi þegar við förum til Eiríks og fjölskyldu.
En það svo mamman Týra....Drottningin sjálf.....Hún dýrkar Benna, Ölla og Bjössa svo það liggur í augum uppi að hún fái að vera hjá þeim þessa daga. Og ég talaði við Benna í kvöld og hún verður sko pottþétt hjá honum kellan. En annars vona ég sannarlega að af ferðinni verði til D.K.
Gunni er enn lasinn.. Hann er svo máttlaus og það er ekki það sem ég er vön og hef dálitlar áhyggjur af.

En að öðru..Hræðilegt með drenginn hans Óskars Sólmundar..Hann varð fyrir bíl þar sem bílstjórinn stakk af og er dáinn elsku strákurinn. Guð varðveiti mömmuna, pabbann og alla aðstandendur. Óskar pabbi hans eða Sigurður Óskar eins og hann heitir er vinur Eiríks. Þetta er skelfilegt.

Ég vona að allt sé í lagi með mín börn og barnabörn.. En eitt er víst..Það að við eigum ekkert sjálfgefið......
Takk fyrir að lesa og biðjum bænirnar okkar!
Ykkar Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51