04.12.2007 07:22
Morgunstund.
Góðan daginn!

Morgunstund gefur gull í mund segir gamalt máltæki.
Það er nú stundum gott að lúra á morgnana í mesta skammdeginu. En stundum erum við bara morgunhanar eins og núna. Helltum á könnuna rúmlega sex!! Gott að vakna snemma og hafa daginn fyrir sér. Það er ekki nema rétt sólarhringur þar til ætlunin er að taka á loft til Danaveldis. Svo það þarf að huga að mörgu í dag. Safna saman jólapökkum til barnabarnanna, kaupa malt og appelsín og fleira í þeim dúr.
Heilsan er að lagast hjá Gunna..verður bara að sætta sig við þennann dofa. Svo ef ekkert annað pirrar, gengur það nú upp. En annars gengur allt sinn vanagang núna og það styttist í jólin. Mér finnst nú notalegt að heyra eitt og eitt jólalag. Léttir lund í skammdeginu og krakkarnir farnir að hlakka til jólanna.
Lilla vinkona er úti í Köben og við ætlum að hitta hana ef við getum. Hún á systir þar, Kæju sem við höfum einmitt heimsótt en það var 1989..Orðið ansi langt síðan..Tíminn flýgur á undraverðum hraða stundum. En hvað um það..Segir okkur að lifa í augnablikinu og vera góð við menn og málleysingja. Ekki gera á morgun það sem hægt er að gera í dag.
Ég held að við þurfum að taka með okkur peysur húfur og trefla. Það er oft kalt á þessum árstíma í Danmörku.
En ég læt þetta duga að sinni. Lifið heil..
Silla.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51