10.12.2007 22:13

Úr þoku í rok og grenjandi rigningu!



Heim erum við komin gamla settið..Og það gekk bara ljómandi vel að ferja okkur á milli landa! Vð prufuðum að fara styttri leið milli Lysabild og Kastrup en við höfum áður farið. Hún er fólgin í ferjuleið sem liggur milli Fynshav (Fjónshaf) og Báden á Fjóni. Þaðan keyrðum við svo rakleitt yfir Stórabeltisbrúna til Sjálands og þar með Kastrupflugvallar.

Frá Lysabild og Eiríks fjölskyldu til Fynshav eru bara tíu mínútna keyrsla.. Og það var svolítið sérstakt fyrir okkur að sjá allstaðar merki ..lýsandi ..Tága .Já þeir láta svona sérstaklega vita að það sé þoka. Gott hjá þeim. Aldrei of varlega farið. Í morgun var jú þoka en ekki svo rosaleg.

Og svo þegar við vorum búin að vera á flugvellinum dulítinn tíma þá var kallað upp að vélin okkar myndi verða of fljót!! Jæja svo sem bara 10 mínútur en flugáhöfnin sagði að heima væri við það að skella á stormur. Og við hugsuðum sem svo áhöfnin vildi bara að flýta sér heim!

Og það spáði ofsaroki sem við sluppum við..Aðeins ókyrrð og vindur í lendingu..En núna klukkan rúmlega tíu er sko brjálað veður..Svo það má segja að í logninu og þokunni á morgnanna í D.K séum við í öðrum heimi miðað við þetta. En samt..Heima er best.

En við grillum ekki úti Eiríkur eins og síðustu daga. Og þið sem talið um að það sé ekki góð tíð!! Jamm. Og Helgi Snær mundu eftir að skrifa komment.
Kveðja úr Heiðarbænum.

Seinni skrift!! Allt upp í 60 metrar á sek. mældist í gærkvöldi eftir að ég skrifaði þetta. Ekki stætt úti!!
Kv. Silla.

  

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51