18.12.2007 20:19
Tölvuherbergið!

Jæja, heil og sæl.. Í Heiðarbænum okkar er tölvuherbergi..auðvitað, ég sem er alltaf að blogga! En við vorum ekki raunverulega búin að búa það vel út fyrr en í dag. Við fórum í Ikea í gær í vitlausu veðri að kaupa skrifborð..En ekki eitt heldur tvö. Já..já..........
Ég sagði við Frikka svila minn sem var að aðstoða okkur við uppsetninguna að þetta væri eins og með gömlu hjónin sem vildu sofa í sitt hvoru rúminu. Bara tvö skrifborð i staðinn. Og þá læddi hann út úr sér..Já af því það er bara pláss fyrir eitt hjónarúm hjá ykkur! Hm.
En þetta er frábært. Gunni með heyrnartækin í einhverjum tölvuleik.. Æ.. æ tvisvar verður gamall maður barn..

En annars er allt gott að frétta og lífið gengur sinn vanagang. Ég fór í pósthúsið með kort fyrir mömmu og nokkur fyrir okkur sem eiga að fara út á landsbyggðina. Annars eru flestir þar tölvuvæddir ..en þetta er gamall vani líklega, hjá mér.
Á morgun ætla ég að vera eitthvað með Vilmund Árna. Jóhanna mamma hans vinnur sem aldrei meir nú fyrir jólahátíðina og komið frí í skólanum. Á fimmtudag fer ég með mömmu til læknis í árlega skoðun.
Svo þið sjáið að ég sit ekki alveg auðum höndum..ónei aldeilis ekki. Frekar finnst mér að það vanti tíma í sólarhringinn, allavega stundum.
Já svo á elsta barnið mitt afmæli í dag. Fúsi orðinn 39...En elskurnar mínar bestu kveðjur í jólaönnunum.
Silla.

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52