19.12.2007 23:08

Ár frá strandi Wilson Muuga.


Já það var ár í morgun frá strandi Wilsons Muuga eða Villa eins og við kölluðum hann. Og það hefði verið allt bara sæmilegt að segja um þennann atburð ef ekki hefði það sorglega gerst að einn sjóliði af Triton danska varðskipinu hefði látið lífið.

Það gekk eins og í lygasögu um miðjan apríl að koma honum burtu og við sáum ekki eftir honum! Ónei.. Hann blasti við út um stofugluggann hér í Heiðarbæ þegar við vorum að sparsla og vinna. En við fluttum inn mánuði seinna og þá var vinurinn farinn.

Þegar þetta gerðist í fyrra var ég að hlusta á áttafréttirnar og Gunni frekar seinn, var að fara í vinnuna. Þá var sagt að skip væri strandað sunnan við Sandgerði. Ég sagði við Gunna ..láttu mig vita hvar þetta er. Vegna þess að fyrir sunnan Sandgerði er svolítið teygjanlegt!

Hann hringdi eftir eina mínútu og sagði ..þetta er bara hér hjá Bala. Reyndar frá okkur séð var þetta rétt hjá okkur. En strandstaðurinn var reyndar innan marka Hvalsneshverfis í sirka eins kílómetra fjarlægð í beinni línu.

Ég skellti mér úr skúrnum (Bjössahúsi) til Benna og Ölla í kaffi og þar fylgdumst við frændsystkynin með atburðunum. Fyrst var skipið með fullum ljósum en síðan slökknuðu þau. Já það var átakanlegt með sjóliðann danska. Þegar birti ef hægt er að kalla birtu á þessum tíma sáum við skipið betur.

Já það er búið að skrifa, sjónvarpa og segja svo mikið frá þessu öllu að það er ekki neinu við að bæta hér. En ef þið viljið skoða myndir frá þessum tíma þá tók Bjössi bróðir(linkur til hægri) mikið af myndum á þessum tíma og ég svo seinna þegar hann var dregin út.(kominn með bloggið)

En að öðru..Ég var á safnaðarfundi Hvalsnessóknar í kvöld. Þar var ég kosinn nýr fulltrúi í stjórn ásamt Karli Ottesen. Mig hlakkar til að takast á við þessi verkefni þó svo að maður viti ekki mikið um þessi störf enn sem komið er. En ef viljinn er fyrir hendi þá tekst þetta örugglega. Það eru sjö manns í stjórn.

Læt þetta duga sem aðventuinnlegg í bili.
Kveðja Silla.

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52