01.01.2008 15:04
Gleðilegt nýtt ár 2008.

Gleðilegt ár gæskurnar mínar!! Við skulum vona að árið verði okkur öllum gott og slysalaust. Heilsan verði eins og best verður á kosið. En vissulega hafa allir við eitthvað að bjástra. En að vinna þá fram úr því er nákvæmlega listin við að lifa.
Í gærkvöld fórum við í mat í Miðtún 6 eins og ráðgert var. Alveg einstaklega góður matur. Svo voru þau með uppáhaldið mitt í forrétt..umm humar. Vorum komin heim fyrir Skaupið og horfðum svo á sjónvarpið frameftir. Eins og ég hef sagt höfum við snúið svolítið upp á sólarhringinn. En nú er engin miskunn..hversdagsleikinn tekur við á morgun. Og það er bara ágætt..
Og vona ég að veðrið verði betra á næstu mánuðum en þeim síðustu. Ég lofaði sjálfri mér m.a að fara í fleiri gönguferðir. En sumir segja að ekki að eigi að ákveða eitthvað svona nákvæmlega á áramótum. En er það nokkuð verri tími en hver annar?
En nú er ég aftur komin í eldhúsmálin. Mamma og tengdaforeldrar mínir ásamt Jóhönnu og börnum verða í mat í kvöld. Svo við verðum þá níu. Það er nú bara frekar fátt..Hm við vorum lengst af níu í fjölskyldunni í Nýlendu þegar ég var að alast upp.
Ég ætla að hafa þetta stutt og segi bara enn og aftur. Gleðilegt ár.
Silla.

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52