07.01.2008 18:15
Ólíkt!

Ólíkar eru fréttirnar sem maður meðtók í dag. Annarsvegar hetjudáð mannsins sem bjargaði í nótt vinkonu sinni og tveim sonum hennar úr eldsvoða. Og lét sjálfur lífið við það.. Hins vegar fréttin frá í gær um manninn við Borgarfjarðarbrúna sem datt og slasaðist og fjöldi fólks ók framhjá án þess að stoppa.
Erum við orðin eitthvað biluð Íslendingar. Af hverju stoppaði ekki fólk? Var það blint eða vildi það ekkert ,,vesen,, Ég gæti trúað að svona gerðist á hraðbrautum erlendis. Eða kannski í miðri stórborg! En ekki hér hjá okkur.
En við verðum víst að fara að trúa því að við séum bara orðin svona ómanneskjuleg. En þá kom fréttin um manninn sem fórnaði lífinu fyrir aðra. En eldurinn lætur ekki að sér hæða og vonandi verður þetta hræðilega slys og bruninn í vesturbænum til að fólk passi að hafa reykskynjara.
Daginn sem ég flutti í bílskúrinn hjá Bjössa bróður fyrir rúmlega tveim árum kom hann labbandi með tvo reykskynjara og sagði..Hér verður engin nema þetta sé á staðnum. Og reykskynjarar ættu að vera skylda. Og Slökkvilið eða aðrir slíkir færu í hús til eftirlits. Í Heiðarbæ eru fjórir skynjarar.. Maður er aldrei of varkár.
Ég bara varð að bæta við blogg dagsins. Vona að þið fáið ekki leið á mér.
Kveðja Silla.

Flettingar í dag: 84
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 66
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 192507
Samtals gestir: 37225
Tölur uppfærðar: 6.4.2025 18:29:42