09.01.2008 14:07
Fallegur dagur!

Hæ allir! Maður má ekki alltaf vera of neikvæður í sambandi við veðurfarið. Núna skín sólin úti og það er vægt frost. Ekta óskaveður í janúar. Ég fór nú í Fúsa og sauð ýsu fyrir okkur Gunna. Hann er einn þar í gær og dag. Það er vegna þess að nú er veður til að vinna í Hvalfirði og þar eru hinir. Gunni er í öðru hér heima. Er nokkurskonar reddari eins og kallað var.
En þeir eru búnir að setja járnið á þak skemmunnar og Gunni tók á móti ullinni í gær. En þessi verk bíða ef annað er hægt að gera. Ég tók Vilmund með mér heim og við erum að tölvast núna. Hann er í leik og ég kannski bara í öðruvísi leik..bloggi. En það var foreldraviðtal í skólanum og allir krakkar heima og samkomulagið á Vallargötunni ekki upp á það besta.
En hér erum við eins og ljós við Vilmundur og ég sá að Garðar var að fara til Jenna vinar síns (Inga Sumarliða) svo Ástrós fær smáfrí. Annars ætlar hún að vinna smávegis í Bónus með skólanum. Hún verður bara að passa námið. Mér skilst á mömmu hennar að kennarinn segði í morgun að hún væri með 9,5 í meðaleinkunn. Má ekki tapa þessu niður.
Svo á ég eftir að heyra frá hinum. Held að þeim gangi bara vel. Heyrðum áðan aðeins í Eiríki og Helga Snæ í Lysabild sem var heima með flensu. En talandi um svoleiðis leiðindi þá hef ég varla sofið síðustu tvær nætur fyrir hósta og einhverju sem er fast ofan í mér eins og alltaf gerist ef ég fæ kvef. En ekkert til að væla yfir og engin hiti.
En ætli ég láti þetta nú ekki duga í bili. Hafið það sem allra allra best.
Kveðja úr Heiðarbæ.
Silla.

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52