15.01.2008 15:35
Aftur að kokka í karlana mína..
Jæja ég fór ekki út að búa til snjókarl heldur bara hér í tölvunni og enginn kastaði í mig snjóbolta!! En ég var svo mikil skræfa að ég þorði ekki að fara í Sandgerði fyrr en birti. Enda eins gott því það hafði fennt í það sem var rutt í gær. En ég eldaði í gengið mitt og skrapp svo í heimsókn til Lillu í Keflavík.
Svo þegar ég kom heim var búið að skafa vel og vandlega..Flott. Reyndar fann ég í morgun að jepplingurinn minn lætur bara vel að stjórn í sköflunum..munaði samt litlu að ég álpaðist út af á einum stað. Það var nú bara fljótfærni. Ættgeng!
En ég var að lesa á vefnum að það ætti að segja öllum upp í Strýtu á Akureyri. Rækjuverksmiðju Samherja þar sem Lillý systir vinnur. Hún er reyndar í leyfi núna en ég held að hún hafi hugsað sér að fara aftur og hafði verið boðið það.. Sennilega veit ekki vinstri höndin hvað sú hægri gerir í þessum rekstri.
Svona er nú allt ótryggt hjá verkafólki. Reyndar eru Samherjamenn að tala um að hjálpa fólki að fá vinnu ..en?.. Þetta hlýtur að koma illa við marga. En vonandi verður leyst úr málunum....
Það var greinilegt í gær að það hafði orðið seinkun á flugi. Þær lentu vélarnar í röðum eftir sex. Venjulega heyri ég mest í þeim milli þrjú og fjögur. Vona að flugið verði á réttum tíma þegar við förum næst.
Við ætlum fjögur á sýningu í USA. Þar munum við hitta David og Stacey. Reyndar eru það feðgarnir og David sem þurfa mest að pæla...en við fljótum með ég, Erla Jóna og Stacey. Segi ykkur meira frá þessu ævintýri þegar nær dregur!..
Segi þetta gott í bili. Ætla í smá göngu.. Snjóhvítar kveðjur úr Heiðarbæ.