17.01.2008 16:28
Friðsælt..

Heil og sæl..
Já það er friðsælt í Heiðarbænum. Mér finnst það notalegt þegar ég kem frá því að elda fyrir gengið mitt að hafa svona kyrrt. Bara Týra, Vikký og ég. Bangsi kom nú í heimsókn áðan. Það eru þessir þrír voffar í hverfinu. En mannfólkið telur held ég örugglega sjö manns. Það er að segja með lögheimili. Um helgar margfaldast stundum talan.
Gunni kemur oft heim 5-6 og þá er nú friðurinn úti..djók! Nú er ég komin með janúaráráttuna sem ég kalla. Er að fara yfir gömul föt og dót og svo ætla ég eina ferð í Rauða krossinn. Það getur örugglega einhver notað sumt af þessu.
Og litla barnið mitt hún Linda Ösp er 25 ára í dag. Ótrúlegt að yngsti grislingurinn okkar sé orðinn svo fullorðinn!!!! En segir kannski meira um hvað við erum ung eða þannig. Hún ætlar að hafa kaffi á laugardaginn og í leiðinni fyrir dótturina Hrafntinnu sem verður tveggja ára þann 27. janúar.
Annað kvöld er komið að saumaklúbb. Hann verður hjá Eydísi í Njarðvík. Ég vona bara að veðrið verði til friðs. Svo fer að líða að klúbb í Heiðarbæ. Þeim fyrsta! En kannski hjá Sigrúnu í millitíðinni. Það er gaman að hittast svona og spjalla. Pössum að hafa þetta mátulega oft..Við höfum ástæðu..þetta heitir jú saumaklúbbur þó lítill partur lyfti litla fingri.!!
Daginn er greinilega farið að lengja og svo er það líka snjórinn sem gerir það að verkum að enn er bjart til ca fimm. Þetta rabb um daginn og veginn væri gaman að enda á því að hrósa Bæjarstarfsmönnum eða þeim sem eru á þeirra vegum fyrir hvað þeir hafa passað vel upp á að halda Stafnesveginum fínum.
Þeir komu meira að segja í morgun rétt áður en ég fór í þjálfun um níuleitið. En skaflarnir meðfram veginum eru sumstaðar vel háir og ef snjóar og skefur fyllist þetta fljótt....Er kannski að koma vetur eins og var algengur fyrir 30 árum og þar um kring???..
Bestu kveðjur..
Silla.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51