30.01.2008 16:06

LA Lakers!

 
Sjáið leikmanninn sem vann í gær!!!


Hæ hæ! Nú er komin miðvikudagsmorgun og síðasti dagurinn okkar í Los Angeles framundan. Klukkan er átta að morgni og við erum á leið í morgunmat. Siðasti sýningardagur á Pace og smá aukatími líka. Þau hafa fengið helling út úr sýningunni, lært margt og eru bara ánægð.

En í gærkvöld fórum við á körfuboltaleik í Stable Center risahúsi í nágrenninu. LA Lakers á móti New York. Frábært að upplifa svona leik og heimamenn unnu við mikil fagnaðarlæti 120-108. Við vorum orðin eins og hinir farin að standa upp veifa flöggum og öskra í restina. En þetta var svooo gaman!

Í kvöld erum við boðin í mat til Báru frænku hans Gunna. Og Linda dóttir hennar ætlar að elda eitthvað nammi fyrir okkur. Það verður gaman að hitta hana Lindu. Við sáum hana síðast árið 2001. Systir hennar Diana kom til Íslands fyrir fjórum árum. Svo fer það eftir tímanum sem fer í sýninguna hvað við gerum í dag að öðru leyti. Skoðum okkur um og förum kannski í eins og eina smásjoppu!

Í fyrramálið förum við á flugvöllinn. Við eigum sem sé að mæta hálf átta og dagurinn fer allur í að komast heim á leið. Við lendum svo í Keflavík á Sandgerðisflugvelli ef veður og Guð leyfir rétt fyrir klukkan sjö á föstudagsmorgun. Ég vona að þið verðið glöð að fá okkur heim. Jæja elskurnar, hef ekki meiri tíma í blogg í bili en bæti kannski við áður en ég kem heim.

Bestu kveðjur frá vesturströndinni.
Silla og öll hin.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51