16.02.2008 15:18
Bloggsíðan nálgast ársafmæli.

Sæl verið þið. Dúna systir á afmæli í dag.. 29b..eða var það f. Og vika í að ég sé búin að halda úti þessari bloggsíðu í eitt ár. Af því tilefni ætla ég að vera með nokkurssonar bloggannál um það leyti. Það getur verið gaman að rifja upp það helsta..Tíminn flýgur hratt!!!
Ég var á fundi í stóru samninganefndinni í morgun. Flóanum svokallaða. Líklega er um það bil verið að ljúka samningum milli aðila en það verður ekki skrifað undir neitt nema Ríkisstjórnin komi almennilega að málunum. Þýski rithöfundurinn Heinrich Heine sagði einu sinni...

Fátækt fólk nærist ekki á tölfræðilegum upplýsingum...Flestir hafa að borða á Íslandi en það er kannski borið uppi af yfirdrætti vegna þess að fólk nær ekki endum saman.
Margir deila um ástæður þessa. Við séum orðin of kröfuhörð og annað. En allir hljóta að sjá að lægstu laun á Íslandi eru skammarleg. Og annað sem er ekki síður ástæða. Nauðsynjar miklu dýrari en í löndunum í kring um okkur. Við sjáum það bæði vestan hafs og í t.d Danmörku..Þar hef ég verslað sjálf í matinn og keypt bensín!!!!
Ég sat hjá konu úr Eflingu stéttarfélagi sem vinnur bæði í HB Granda og aukavaktir á Grund. Þetta er líkt og hjá mörgum öðrum. Unnið langan vinnudag til að halda uppi heimili... Og svo heyrðist mér á forsætisráðherra í gær að þar á bæ væru menn ekki að tala um hækkun persónuafsláttar! Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur hjá mér! Ég veit að til þessa atriðis horfir fólk vonaraugum. Það er bara skömm að því að byrja að taka skatt af fólki undir 100 þús króna tekjum.

En fleira er ekki skrifað að sinni. Bestu kveðjur.
Silla.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51