19.02.2008 20:48
Bræður í Heiðarbæ.

En á morgun fer ég með mömmu í Reykjavík. Hún er að fara í heyrnarmælingu. Ég er komin í æfingu á Reykjanesbrautinni. Fór tvær ferðir í gær. Tengdapabbi þurfti að fara í smá aðgerð snemma í gærmorgun og svo sótti ég hann seinnipartinn. Hann er bara nokkuð hress...Það er ekkert vol og víl hjá honum.
Reykjanesbrautin er kafli út af fyrir sig. Allt stopp í framkvæmdum og hjáleiðir á mörgum stöðum. Gott að þurfa ekki að fara hana í slæmu veðri. Vonandi sér Vegagerðin fram úr þessu verkefni fljótt og svo má ekki bíða lengi með tvöföldun á Hellisheiði og Vesturlandsvegi. Það hefur ekkert banaslys orðið síðan þessi þó nokkuð langi tvöfaldi kafli á brautinni var tekinn í notkun. Það hlýtur að segja eitthvað um nauðsyn tvöföldunar hinna veganna líka. Mannslíf verða aldrei bætt.
Í dag var jarðsettur Gunnar Ingi Ingimundarson aðeins 39 ára. Skelfilegt hvernig krabbinn tekur burtu fjölskylduföður frá fjórum ungum börnum. Þrjú þeirra eru ófermd. Konan hans er Linda Gústafsdóttir æskuvinkona Sigfúsar okkar og bekkjarsystir og var þó nokkuð samband á milli fjölskyldna þeirra á fullorðinsárunum.
En svona er víst lífið. Engin veit sína ævina fyrr en öll er. En hugurinn er hjá fjölskyldunni um þessar mundir. Vinkona Maddý frænku var að kveðja eftir 13 ára baráttu við sjúkdóminn. Reyndar orðin 65 ára en það er ekki hár aldur. Hún barðist lengi blessunin hún Svenna.
En... reynum að vera hress og lítum á hvern dag sem gjöf.
Bestu kveðjur úr Heiðarbæ.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51