23.02.2008 21:34
Annó 24.febrúar 07 -23.febrúar 08

En nú er komið að annálnum fyrir síðasta bloggár.....Ég ætla að ganga um bloggsíðurnar..
Febrúar 07.
Það fyrsta sem ég rak augun í er að ég skrifaði um allann þann fjölda sem keyrði fram hjá okkur Jóhönnu þegar hún var að hjálpa mér við að stafla timbri við Heiðarbæinn. Við töldum tvö hundruð bíla á einum klukkutíma. Mikið af þessu stafaði af umferð vegna Wilson Muuga sem strandaði í desember 2006.
Stafnesvegurinn var að sligast undan allri umferðinni og var ekki góður fyrir. Konný tók myndir og sendi í Víkurfréttir...Og þeir brugðust vel við.
Mars 07.
5. mars var íþróttamaður Sandgerðis valinn samkvæmt venju á afmælisdegi Magnúsar heitins Þórðarsonar. Hann var að þessu sinni Hafsteinn Helgason. Og eins og ég sagði brugðust Víkurfréttamenn við ákalli okkar í sambandi við Stafnesveginn með því að skrifa um veginn og á fyrstu dögum marsmánaðar voru vinnuvélar frá Vegagerðinni komnar á vettvang. Um miðjan mars skrifa ég um að menn Fúsa ehf. eru 20 metrum undir Þingvallavatni við vinnu í Steingrímsvirkjun! Og Ellert Grétarsson frá Víkurfréttum tók við okkur viðtal í sambandi við Heiðarbæinn. Bárður Gísli Guðjónsson fermdist.
Apríl 07.
Fermingarmánuður. Ástrós dótturdóttir mín fermdist 5. apríl og frænkur hennar Þórunn Anna, dóttir Bjössa bróður fermdist 1. apríl og Telma dóttir Dabbý fermdist líka í apríl.... 17.apríl komst Wilson Muuga á flot við mikinn fögnuð okkar. Sumir héldu að við vildum hafa hann sem stofustáss! Og vinnan hélt áfram í Heiðarbæ. Jón tengdasonur og Kalli pabbi hans byrjuðu að flísaleggja. Og alltaf er unnið við að koma okkur inn í hreiðrið.
Maí 07.
Ég sat í annað sinn yfir nemendum í tíunda bekk í samræmdum prófum. Það er mjög gefandi og gaman að umgangast ungu kynslóðina. Og þann 17. mai fluttum við hjónakornin í Heiðarbæinn. Fyrst aðeins upp á loftið með smá aðstöðu niðri. Daginn eftir komu svo væntanleg brúðhjón David og Staycy til landsins. Þau gistu í Glaumbæ í boði Maddý frænku og Gísla. Og á næstu dögum á eftir kom fjölskylda þeirra og vinir. Við fórum í frábæra ferð með útlendingunum okkar um suðurland ásamt Maddý og Gísla,Jóhönnu, Konný og fl. Og stoltur var minn ektamaki þegar hann leiddi brúðina að altarinu klæddur íslenskum búningi hinn 26.maí. Lilja Kristín gaf brúðhjónin saman og börnin og fleiri komu með henni frá D.K
Júní 07.
Í júní tókst okkur að koma okkur niður á báðar hæðir og það var frábært. Og úti var tyrft og sólin skein alla daga. Ég byrjaði að laga garðana og er ekki hálfnað verk þá hafið er? En áfram skal haldið næsta sumar. Fallegt veður í júní 2007. Og ný vefsíða hefur hafið göngu sína. Lífið í Sandgerði -245.is. Mjög fín og kemur til okkar fréttum úr byggðarlaginu og ýmsu fleira eins og Þankabrotum.
Júlí 07.
Færeyskir vinir frá Vogi á Suðurey komu í heimsókn og þurftu að fara upp hænsnastigann úr kjallarnum. En þau voru ekki neitt ósátt við það. Allavega var gaman að fá þau og veðrið var frábært. En svo tveim dögum síðar var pallurinn og tröppurnar tilbúnar! Það var viss áfangi. Og 4. júlí komu hvolpar Týru í heiminn. Sex að tölu og einn þrífættur. Hún heitir Vikký og verður hér hjá okkur í Stafneshverfinu. Við fórum í helgarferð með fjölskyldunni og enduðum á Þórisstöðum í Svínadal í steikjandi hita en vindi.
Ágúst 07.
Áfram var einstök veðurblíða. Ég leyfði ferðalöngum frá Belgíu að tjalda á túninu hjá mér og bauð þeim svo í morgunmat. Þetta voru háskólanemar á puttanum! Og við vorum sveitt við að fúaverja húsið en náðum samt ekki öllu. Og litla systir mín Dabbý kom í heimsókn. Sandgerðisdagar voru haldnir og tókust prýðisvel. Reyndar rigndi á setningunni á föstudagskvöldið. Veðurguðirnir gátu ekki lengur haldið vatni! En svo stilltu þeir sig. Við kláruðum að laga planið og það er bara fínt og rúmar fjölda bíla. Og fyrsta partýið í Heiðarbæ var haldið 31.ágúst. Þá fékk ég suma af gömlu félagunum úr bæjarstjórn og fleiri í heimsókn ásamt mökum.
September 07.
Allir hvolpar Týru yfirgefa heimilið nema Vikký hin þrífætta sem mun búa í Stafneshverfinu með mömmu sinni. Eiríkur kemur í heimsókn..var að selja bílinn og koma í brúðkaup systir sinnar Lindu. Hún gifti sig 8.september á afmælisdegi pabba síns. Gunni leiddi hana inn kirkjugólfið og var að rifna úr stolti. Smá væta var en ljúfur dagur. Daginn eftir héldum við gömlu á vit ævintýranna í BNA og Kanada á 40. ára brúðkaupsafmælinu. Við vorum ekki ein því bestu vinir okkar voru með okkur ..Maddý og Gísli.
Október 07.
Við eyddum hluta af október í Ameríku og gistum síðustu tvær vikurnar í húsinu hjá M og G í Aplleton streert í Jax í FL. Þar vorum við í beinu sambandi við Dísu og co... En eftir að við komum heim í hversdagsleikann tóku haustlægðirnar við. Og það hefur ekkert lát orðið á þeim síðan. Lilja Kristín tengdadóttir kom í heimsókn frá Danmörku.
Nóvember 07.
Herleg afmælisveisla var hjá Hrefnu vinkonu 2.nóvember. Sextug!! Reyndar varð Margrét dóttir hennar fertug sama dag. Og smátt og smátt er allt að koma hér í Heiðarbæ. Í þessum mánuði tókum við gestasnyrtingu og þvottahús í notkun. Allt á sömu hæðinni. Og húsbóndinn í Heiðarbæ lendir á sjúkrahúsi í lok nóvember. Hann var með óskýrðan dofa um annann helming líkamans. Og ekki stóð mér á sama.
Desember 07.
Við fórum í nokkurskonar jólaheimsókn til Eiríks og fjölskyldu í Söndeborg. Góð heimsókn sem ég vona að þau hafi líka notið. Þau hafa það bara gott þarna á Jótlandi. Eiríki gengur mjög vel í skólanum og fjölskyldan virðist hafa það gott. Gaman að hafa farið og deilt með þeim nokkrum dögum. Og jólin gengu í garð og voru friðsæl og fjölskylduvæn.
Janúar 08.
Og nýtt ár gekk í garð og áfram halda veðurguðirnir sér við efnið. Hver annarri dýpri lægð með tilheyrandi rigningu eða snjó..Meira um flugtruflanir á Keflavíkurflugvelli en verið hefur í manna minnum. En á milli lægða læddum við okkur til Los Angeles á sýningu. Erla og Fúsi voru auðvitað með okkur og svo komu David og Stasey til okkar út. Við hittum frændfólk úti og þetta var góð ferð.
Febrúar 08.
Erfiðir samningar eru í höfn. Margir eru ósáttir. En lægstlaunaða fólkið fékk þó mest fram. Þeir sem eru ekki ánægðir með það.. eru hærri. Og ég veit að þó einhverjir séu hærri eru þeir ekki með viðunandi laun. En svona er þetta og þegar ég skrifa þetta eiga félögin eftir að samþykkja samningana. Vonandi tekur fólk þátt í kosningunni... Og svo kom í ljós í byrjun vikunnar að það sem hrjáir Gunna er sykursýki 2. Og nú er ekkert elsku mamma. Bara taka á þessu.
Erfiðir samningar eru í höfn. Margir eru ósáttir. En lægstlaunaða fólkið fékk þó mest fram. Þeir sem eru ekki ánægðir með það.. eru hærri. Og ég veit að þó einhverjir séu hærri eru þeir ekki með viðunandi laun. En svona er þetta og þegar ég skrifa þetta eiga félögin eftir að samþykkja samningana. Vonandi tekur fólk þátt í kosningunni... Og svo kom í ljós í byrjun vikunnar að það sem hrjáir Gunna er sykursýki 2. Og nú er ekkert elsku mamma. Bara taka á þessu.
Nú hef ég hlaupið á því helsta á þessu bloggári. Ég hefði viljað segja mikið meira. Um alla þá sem hafa komið í heimsókn og fleira. En þá hefði þetta orðið allt of langt og ég læt staðar numið að sinni.
Kveðja. Silla.
E.s Lagið mitt vann!!

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51