25.02.2008 11:39
Næring--hreyfing!!

Jæja þá er komið að því að Gunni eigi að mæta hjá næringarfræðingi. Og við bæði. Það þarf örugglega að breyta ýmsu í mynstrinu á bænum. Grænt og vænt verður örugglega enn og aftur og oftar á boðstólum. Og hreyfi-listin!! Ætli hún verði nú ekki mest fólgin í utanhússhreyfingu..

Veðrið í dag er bjart og fallegt. Í gær voru Jóhanna og Vilmundur hér í mat. Voffarnir eru í uppáhaldi hjá mörgum sem koma og kíkja. Björk, Gísli og börn komu gagngert til að sjá þær Týru og Vikký. Reyndar var Brúnó líka hér í pössun. Svo kom Bárður með pabba sínum Hilmari að kíkja á uppáhaldið sitt hana Vikký Snatasystir ..
Kolla Kidda Lár kom á laugardag með Önju dótturdóttir sína með sér og við áttum gott spjall. Alltaf gaman að hitta Kollu. Og henni finnst jafn stutt hingað og mér finnst til Sandgerðis.

Annars er svo mikið að gera hjá krökkunum mínum núna að ég hef ekki séð mikið af þeim fyrir utan Jóhönnu og börn. Ætlaði að passa fyrir Lindu í morgun en þurfti þess svo ekki. Það voru allir með flensu hjá Konný um daginn. Streptakotkasýkingu sem ég las nú reyndar um í morgun að væri að verða einhver hræðslumóðursýki. En þau fengu þennann óþvera.. Og svo býst ég við að fara að kokka ofan í vinnudýrin mín að nýju eftir smá hlé. Það hefur fækkað aðeins í hópnum og svei mér þá, ég held þeir sakni mín bara í Fúsa ehf..
En annars allt í góðu hér um sveitir!
Bestu kveðjur úr Heiðarbæ.
Silla.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51