02.03.2008 19:45

FJÓRIR FLOTTIR.

 
Já það voru hér fjórir fínir strákar síðasta sólarhring. Garðar Ingi Guðmundsson(11) og Vilmundur Árni Vilhjálmsson bróðir hans(7). Ágúst Þór Sigfússon(11) og Jóhann Sveinbjörn Hannesson(6). Það var mikið fjör á bænum. Þeir komu seinni partinn í gær og voru umfram allt ákveðnir í að hafa það gott í sveitinni.

Þessir strákar eru synir þriggja systkina. Jóhönnu, Fúsa og Konný. Ágúst var nú hressastur við útiveruna og byrjaði á stóru snjóhúsi í dag. En þá versnaði veðrið og fór að skafa á húsið hans. Þeir tveir elstu Ágúst og Garðar sváfu uppi í nótt og spjölluðu sig í svefn á loftinu. Þeim fannst það notalegt og vilja svo gjarnan koma fljótt aftur. Afi grillaði fyrir okkur hópinn í gærkvöldi. Þá var veðrið gott en þegar við vöknuðum í morgun sáum við ekki út um gluggana fyrir snjó!

En það var horft á sjónvarpið og farið í tölvuleiki, telft og fleira gott. Meira að segja amma gamla komst varla að í tölvunni. En Gísli kom í hádeginu á gröfunni og mokaði frá snjóinn í innkeyrslunni. Ég sá að hann fór líka á hina bæina. Flottur!!  Þau Maddý voru með krúttmagakvöld í gær og nokkurn hóp af fólki.

Svo fóru drengirnir til síns heima í eftirmiðdaginn og við erum orðin ein í koti. Ég er að fara að horfa á uppáhaldsþáttinn minn í sjónvarpinu. Glæpinn! Það er tuttugasti og þar með síðasti þáttur og ég bíð spennt....Og ég sem horfi bara á fréttir eða því sem næst!

Segi þetta gott í bili. Hafið það sem best.
Kveðja Silla.

Es. Nú er kl. 21.30.. Þátturinn minn endaði með ósköpum en..Svei mér þá ef þeir ætla ekki að framleiða fleiri..Svo mörgu er ósvarað.. Er að ná mér niður! ....... 
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51