07.03.2008 11:27
Þorrinn og Góan.

Maddý sendi mér gamla vísu og fleira um Góuna. Og það er dálítið gaman að rifja þetta upp og hugsa um hvernig forfeðrum okkar tókst að komast af yfir langann veturinn.
Velkomin sértu Góa
og gakktu í bæinn.
Vertu ekki úti í vindinum
vorlangan daginn.
Fólk var oft orðið matarlítið á þessum tíma árs og máltækin lifa og segja sögu! Hægt er að þreyja Þorrann og Góuna sagði einhver. En kerling ein kvað það óséð.. Því ekki er öll Góa úti enn, sagði hún. Við þekkjum þetta máltæki! Og svo vælum við yfir óveðri í hlýjum húsakynnum og flest með all nokkuð af fóðri í ísskápnum.
Annars er allt gott að frétta úr sveitinni. Strákarnir Garðar og Vilmundur gistu í nótt. Fóru þeir svo í skólann um leið og afi þeirra í vinnu. Mamma þeirra þurfti að fara svo snemma að opna búðina. Þau byrja snemma á föstudögum að fylla upp í Bónus. En hún er nýlega orðin aðstoðarverslunarstjóri þar. Hún er hörkudugleg

Nóg var nú vinnan hjá henni áður og ekki minnkar álagið með þessu starfi. En hún þarf að sjá fyrir þrem börnum og það er heilmikið. Og það snýst nú ekki bara um föt eins og sumir halda, heldur fæði... húsnæði sem þarf að borga af og allt sem viðkemur heimili þar sem þarfirnar eru óteljandi. En allt gengur þetta upp með smá aðstoð.
Jæja læt þetta duga í bili.
Hafið það sem best.
Silla.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51