18.03.2008 20:21
Auglýsingar.

Ekki veit ég hvað eða hver var að stríða mér í gær!! Smá saga..


En hvar sem villan var upprunnin þá er þetta skondið. Því stríðnari mann en Fúsa tengdapabba hef ég ekki þekkt en Gunni kemur fast á hæla honum. Lilja tengdadóttir okkar frá D.K er á bílnum hans Gunna og hann er því bíllaus í augnablikinu. Hringir ekki karlinn minn í mig og spyr hvort ég eigi leið í Sandgerði

Jú ég átti von á Jóhönnu að sækja hluta barnahópsins sem var hér staddur, rétt strax og sagði að hún myndi taka hann upp. Já já hann hefði gott af því að ganga aðeins lengra en venjulega! En Jóhanna kom nýja Ósabotnaveginn úr vinnunni í Bónus og ég sendi hana í ofboði því sá gamli (nú Gunni) væri örugglega orðinn fótafúinn.
En ekki hvað. Hann var enn í vinnunni og var sko að skrökva og gekk því enga heilsubótargöngu í dag

En ég læt þetta duga í dag.
Kveðja úr Heiðarbæ.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51