18.03.2008 20:21

Auglýsingar.


Ekki veit ég hvað eða hver var að stríða mér í gær!! Smá saga.. ! Ég var að fara að senda inn tilkynningu í Morgunblaðið um lát Fúsa og var búin að skrifa það allt upp mjög skilmerkilega. En þegar ég komst í tölvuna í vinnunni til að senda hana, fann ég ekki rissblaðið. Leitaði meira að segja í ruslinu ..En OK bara hripa upp annað uppkast. Eitthvað skolaðist nú til því nafn eiginkonunnar, Jóhönnu féll niður..ææææ.  Ég hringdi í býtið í Moggann sem að sjálfsögðu lofaði að leiðrétta og ný tilkynning kemur í fyrramálið (vonandi rétt).

En hvar sem villan var upprunnin þá er þetta skondið. Því stríðnari mann en Fúsa tengdapabba hef ég ekki þekkt en Gunni kemur fast á hæla honum. Lilja tengdadóttir okkar frá D.K er á bílnum hans Gunna og hann er því bíllaus í augnablikinu. Hringir ekki karlinn minn í mig og spyr hvort ég eigi leið í Sandgerði . Hann sé nefnilega lagður af stað gangandi úr vinnunni og sé hjá Hólshúsi.

Jú ég átti von á Jóhönnu að sækja hluta barnahópsins sem var hér staddur, rétt strax og sagði að hún myndi taka hann upp. Já já hann hefði gott af því að ganga aðeins lengra en venjulega! En Jóhanna kom nýja Ósabotnaveginn úr vinnunni í Bónus og ég sendi hana í ofboði því sá gamli (nú Gunni) væri örugglega orðinn fótafúinn. 

En ekki hvað. Hann var enn í vinnunni og var sko að skrökva og gekk því enga heilsubótargöngu í dag  Ætli Báru frænku í LA og fleirum finnist þetta ekki líkt einhverjum! En annars er hálfgert spennufall hjá okkur öllum núna. Lilja Kristín og krakkarnir ætla að vera í viku í viðbót. Og ég held að börnin njóti þess líka. Eiríkur fór í gær út til Söndeborg því það er mikið að læra og ekki má slaka of mikið á.

En ég læt þetta duga í dag.
Kveðja úr Heiðarbæ.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51