26.03.2008 22:59
Eða hvað?

Já vor í lofti sagði ég á páskadag. Sennilega fullsnemmt eða hvað? Daginn eftir var allt hvítt á ný. En þetta er nú bara smá föl sem bráðnar jafnóðum. En það er nú frekar kalt og maður má víst ekki vera of bráðlátur með vorið! En Lilja Kristín tengdadóttir var að fara frá okkur til Jóhönnu þar sem hún hefur oftast gist í þessari ferð.
Helgi Snær vildi fá að gista síðustu nóttina fyrir heimferð á loftinu og Þorteinn Grétar kemur á eftir til að gista. Sport að fá að gista í Heiðarbæ. Svo er von um að fá að fara í fínu tölvuna hans afa í fyrramálið og útbúa tónlistardæmi..eitthvað! En þau fljúga heim til Danmerkur um miðjan dag á morgun.
Svo fara Maddý og Gísli til Flórida á mánudag. Gaman hjá þeim. Reyndar verður nóg að gera hjá þeim ef ég þekki þau rétt. Þau ætla að smíða skúr á lóðinni við húsið sitt í Appleton ave. Þau verða í fimm vikur og það verður farið að vora ..pottþétt þegar þau koma heim. En í Jacks er núna komið vor
..umm blómalykt!

Ég var á sóknarnefndarfundi í kvöld. Gott fyrir félagsmálafrík sem ég verð líklega að viðurkenna að ég sé að fylgjast með. Við Gunni og Sirrý fórum saman í dag til tengdamömmu til að ræða málin. Það er mikil breyting að Fúsi okkar skuli vera farinn... En lífið heldur áfram og tekur ekkert endilega mjúkum höndum á öllum.
En á morgun fer ég með mömmu í jarðarför. Kiddi fósturbróðir hennar og frændi verður jarðsettur, saddur lífdaga. Hann var 86 ára og kominn með Alsheimer. Konan hans hún Laufey dó í hitteðfyrra. Og það er misjafnt hvernig heilsan fer með fólk. Mamma er sem betur fer oftast eldhress.
En nú er Þorsteinn kominn og þarf smá athygli.

Lifið heil.
Silla í Heiðarbæ.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52