05.04.2008 13:17

Með sólskinið með sér.


Hæ hæ. Nú eru David og Stacey hjá okkur og þau komu með sól með sér frá Atlanta, held ég! En hitastigið er lægra hér munar svona tuttugu gráðum. Hér er eins stigs hiti í dag. En við vonum að hlýni með vorinu. Og erum alsæl með þetta eins og er.

Það er búið að vera gestkvæmt hjá okkur undanfarna daga. Allir vilja hitta gestina og þetta hefur verið góður tími. Ég held að þau fari í Bláa lónið í dag. Þeim finnst það tilheyra að kíkja þangað. Ég hélt að þau yrðu viku en þau fara á mánudag heim.

En Brúnó er týndur! Hann er hundur Jóhönnu og barna og afkvæmi Týru. Það er búið að auglýsa eftir honum á 245.is en hann er ekki kominn í leitirnar enn. Hann slapp út frá Garðari Inga um miðjan dag í gær og hann er ekki mönnum sinnandi strákgreyið. Við verðum að vona að hann finnist og að einhver hafi hleypt honum inn til sín í gær.

En við ætlum að nota veðrið og fara aðeins í útivinnuna. Það þarf bara að fara í úlpu þá er þetta fyrirtaks veður til að gera eitthvað útivið. Við heyrðum aðeins í Maddý og co í gærkvöldi en þau eru í hitanum í Jacksonville. Árni og Dagur Númi kíktu aðeins við áðan. Voru að bíða eftir Benna sem skrapp aðeins frá. 

En segi þetta gott í bili. Eigið góða helgi.
Ykkar Silla í Heiðarbæ.

Kl.23.00...Brúnó er enn týndur! Það er búin að vera mynd af honum í meira en sólarhring á 245.is. Víkurfréttir settu inn tilkynningu líka fyrir okkur og eftir það bárust vísbendingar frá tveim aðilum. Hann sást tvisvar upp við flugstöð fyrst í gærkvöld og svo um miðja nótt..Samt veit enginn um hann og hann náðist ekki upp í bíla. Það eru allir miður sín og við vonum að hann komi hingað í Heiðarbæ sem hann hefur sennilega ætlað. Hér er hann oft og líkar vel í sveitinni.

Kveðja Silla.

 
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51