07.04.2008 17:56

Leitin að Brúnó

Heil og sæl. Nú eru David og Stacey farin af landi brott. Og við eyddum stórum hluta helgarinnar í leitina að Brúnó. Það hefur verið lýst eftir honum á 245.is í Víkurfréttum og tveim útvarpsstöðvum. Það hafa komið vísbendingar. Og Gunni sá hann í gærmorgun upp við gömlu ruslahaugana á gamla veginum upp að flugstöð. Svo sá flugvirki hann í gærkvöld og þá var hann á planinu við stóra flugskýlið og Suðurflug.

En það eru svo margir að hjálpa til við leitina. Hjónin sem reka Sandgerðissíðuna 245.is hvöttu alla til að fara í göngutúr í gær og voru sjálf að fara að leita. Guðbjörg hans Hilmars benti mér á Heilbrigðiseftirlitið í sambandi við að lokka hann inn í búr sem þeir ættu. Ég talaði við Magnús í eftirlitinu og svo hringdi Stefán eftirlitsmaður í mig áðan og ætlar að hitta okkur við flugstöðina með búrið í kvöld. Það þarf að vakta það á um það bil klukkustundarfresti svo við skiptumst þá á við það. Dýr mega ekki vera ein í því lengi sagði Magnús.

En við vonum að við förum að ná honum. Hann virðist hafa orðið rosalega hvekktur og hræddur og hleypur burtu frá öllum sem hafa rekist á hann. Það er vitað um fjóra aðila sem hafa séð hann. Svo það er líklegt að hann haldi lífi svo framarlega sem hann verður ekki fyrir einhverju farartæki. 

En bestu þakkir öll sem hafið verið að hjálpa til. Sumir hafa sett á síðurnar sínar t.d. á Barnalandi. Kærar þakkir. Hvernig sem þetta fer erum við búin að finna hvað fólk er gott. Ekki síst fólk sem á sjálft dýr og þekkir tilfinninguna að finna ekki vininn sinn.Fjölskyldan á Vallargötu 14 er sár og leið en við vonum það besta.
Kveðjur úr Heiðarbæ.
Silla. 

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51