12.04.2008 17:30
Borið á Heiðarbæinn.

Já við vorum að bera fúavörn á Heiðarbæinn. Sumum finnst kannski við vera snemma í svoleiðis vorverkum.... EN við komumst ekki yfir að bera á austurhliðina í haust. Svo nú í sólinni og hitanum um miðjan daginn bárum við á allt húsið..Bravó. Svo förum við aðra umferð seinna í sumar. Þetta er hin besta líkamsrækt og við erum sko lurkum lamin!!
En við erum með Brúnó strokuhund hjá okkur og þeir hlaupa hundarnir um allar koppagrundir. Ég var hálfhrædd við að sleppa honum vegna þess sem kom fyrir en hann er hér heimavanur og fer með Týru mömmu og Vikký um allt.
Jóhanna þurfti að fara að vinna óvænt. Verslunarstjórinn Snorri var veikur og þá er hennar að bera ábyrgðina með honum sem aðstoðarverslunarstjóri. En þetta er ekki gaman fyrir hana og krakkana því auðvitað vilja þau hafa mömmu heima. En Garðar Ingi stóð sig vel og passaði litla bróðir þar til Konný tók við.
Ég fékk fréttir frá Maddý og co í Epplastræti í Jacksonville í Flórida. Allir þar í góðum gír og búin að gera upp þvottahúsið. Þau mættu nú senda smá hita hér yfir. Því þó gott hafi verið um miðjan daginn þá er snjór í öllum lautum.
Umferðin hér er að aukast með vorinu. Rútur og fólksbílar á nokkurra mínúta fresti yfir hádaginn. Sumir vinka mér þegar ég er úti við og ég veit ekkert hvort ég þekki fólkið! Ég veifa sko bara á móti.

En ætli ég hætti ekki þessu snakki. Látið ykkur líða vel um helgina sem og alltaf! Kveðjur úr Heiðarbænum.
Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52