17.04.2008 12:55
Vorvindar.

Hæ hæ.
Byrjaði ekki vísan svona: Vorvindar glaðir glettnir og hraðir..
geysast um löndin rétt eins og börn!
Það má nú segja að þeir geysist núna. Komin fínasti vorhiti og hávaðarok. En það á víst að lægja með kvöldinu. Fúsa karlar eru að blása og mála í Örfirisey og gengur bara vel. Það er gott að fá loks almennilegt veður og vindurinn stendur af landi svo það kemur ekki að sök að ráði. En Gunni er í Sandgerði í viðgerðum og smíðum.
Ég fer á aðalfund lífeyrissjóðsins Festu í kvöld með Verkalýðsfélaginu. Fundurinn er á Selfossi og það þarf að fara tímanlega af stað. Það er alltaf eitthvað við að vera og nóg að gera hjá mér þó kaupið sé lágt..
...

En vonandi fer að lagast tónninn í ráðamönnum þjóðarinnar. Mér finnst ganga út í öfgar þetta niðurrifstal sem verið hefur undanfarið. Það bætir ekki um fyrir neinum og ættu þeir frekar að leita leiða til að telja hug í landsmenn. Það hlýtur að vera betra fyrir alla!
En Brúnó hundur verður hjá okkur um helgina. Hann fór í aðgerð í morgun og verður eitthvað aumur næstu daga. Svo þá er gott að vera í sveitinni. Það er vinnuhelgi hjá Jóhönnu og börnin í föðurhúsum..
En ég fer að hætta þessu snakki og bestu kveðjur til ykkar!!
Silla.
Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 387
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 227785
Samtals gestir: 40298
Tölur uppfærðar: 9.7.2025 05:02:37