22.04.2008 14:36
Curves.

Ég var að koma úr leikfimi.. Einhvern tíman í fyrra heyrði ég fyrst um þessa líkamsrækt. Nafnið á henni er Curves og er út um allann heim. Ég er búin að fara þrisvar og líst bara vel á þetta. Góð blanda af góðri æfingu. Ég hætti í sjúkraþjálfun og get alveg tekið þátt í svona. Það góða við þetta að það er hægt að fara á öllum tímum.
En ég kokkaði fyrir okkur þrjú í hádeginu og hinir eru í Örfirisey. Gunni og Erla eru að taka allt í gegn og henda drasli sem aldrei verður notað. Þau eru góð í því saman enda bæði í meyjarmerkinu. Erla er sko duglega að finna hverju má henda.
En í gær fór ég með tengdamömmu til nuddara í Grindavík. Hún er svo slæm í bakinu núna. Ekki gaman að gera við því. Hún er örugglega með beinþynningu. Meðan hún var í nuddi fór ég í heimsókn til Svenna og Ingu í kaffi. Það var gaman. Þau eru alltaf svo hress hjónin. Margt spjallað þar m.a um gömlu dagana. Svenni var besti vinur tengdapabba og var margt að rifja upp frá liðinni tíð.
Og það er nóg að gera hjá Maddý og co í Epplastræti í Jacks í Flórida. Þau eru að smíða

En það styttist í að ég fari að vinna í samræmdu prófunum. Þau byrja eftir viku. Það verður gaman að koma aðeins inn í skólasamfélagið eins og síðustu ár. Það er mjög fróðlegt að taka þátt í því að hluta.
Þar til næst.... Látið ykkur líða vel.
Bestu kveðjur úr Heiðarbæ.
Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52