24.04.2008 14:45

Fyrsti dagur sumars.



Þá er veturinn liðinn samkvæmt dagatalinu. Kominn sumardagurinn fyrsti. Gömul þjóðtrú segir að ef frjósi saman vetur og sumar verði sumarið gott. Jæja..þá verður það bara gott í uppsveitum Eyjafjarðar (þar var lítilsháttar frost) því allstaðar á landinu er búinn að vera hiti og á mörgum stöðum verið í tveggja stafa tölu.

Ég var að kíkja á hita og kuldamet þessa dags á vef Veðurstofunnar. Frá því mælingar hófust 1949 hefur hiti mælst hæstur 13,5 st. í Rvík árið 1998. En á landinu öllu 19,8 st. á Akureyri árið 1976. Tíu sinnum hefur mælst yfir 10 st. hiti í Rvík....Kaldast var 1949 í Rvík frost 8,9 st. og kaldast á landinu hefur orðið þennann dag norður í Miðfirði 18.2 st. frost árið 1988. Svo núna er greinilega frekar hlýtt.

En það mun líklega ekki standa lengi því spáin hljóðar upp á kólnandi veður. Það snýst í norðanáttir um helgina. En þá verður oft líka bjartara hér syðra. Vonandi eiga ekki nein alvöruhret eftir að koma. Ekki miðað við vorboðana, lóuna og kjóann...... Og svo er krían komin til landsins. Vinkonan sást á þrem stöðum í dag... Mér skilst að hún sé búin að fljúga fimmtán þúsund kílómetra til að komast til okkar...

Hér er allt í góðum gír. Gott veður og allir að vinna í Fúsa. Reyndar er vindasamt og ekki hægt að bera á fúavörn eins og ég ætlaði. Ekki í bili en stendur vonandi til bóta. 

Þetta læt ég duga í dag. Gleðilegt sumar til ykkar allra.
Kveðja úr Heiðarbæ.
Silla.


Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52