26.04.2008 16:13

Blogg....

 
Komið þið sæl!

Nú er talað um að allt sé vitlaust í bloggheimum út af hinu og öðru málinu. Kona sagði upp starfi sínu vegna umræðu á bloggi! Allavega meðal annars. Hún heyrðist í beinni útsendingu vera að tala um að skipuleggja eitthvað sem ekki þótti við hæfi í sambandi við aðgerðir vörubílstjóra. Hm. Allt varð vitlaust á netinu hjá bloggverjum.. Svo það er að einhverju leiti farið að taka mark á bloggi. Annars sýnist mér margir ættu að segja upp frekar en hún miðað við þessar sakir.

Svo er bloggið æði misjafnt, auðvitað. Sumir blogga af því þeim finnst gaman að tjá sig. Einnig til að leggja eitthvað til málanna almennt. Aðrir skrifa til að reyna að klekkja á og tala niður fólk. Sumir skrifa nafnlaust sem er það versta að mínu mati. Eins og ég hef sagt áður finnst mér lágmarkskrafa að fólk skrifi undir nafni. Að öðrum kosti á maður ekki að taka mark á bloggskrifum.

En bloggið mitt er orðið rúmlega ársgamalt. Og gestur nr. 17.000 mun sennilega kíkja hér við á morgun....... Mér finnst það bara gott... Ég veit vel að þið ágætu vinir mínir kíkið oft og að þetta eru ekki svona margir.. En samt flott... Gaman að fá ykkur í heimsókn á Heiðarbæjarsíðuna mína. Svo er ágætt fyrir ættingja og vini erlendis að fylgjast með því helsta sem gerist hér um slóðir. Bestu kveðjur til Eiríks og fjölskyldu í Lisabild í Danmörku, til Báru og Ástu og allra í Los Angeles, Dísu, Maddý og co í Jacksoneville, til David og Staycy í Atlanta, Monte og fjölskyldu í Milwaukee, Mumma og co í Seattle og til ykkar allra sem lítið við hér...Endilega skrifið í athugasemdir svo ég viti af ykkur gæskurnar..

Vilmundur Árni gisti hér tvær síðustu nætur. Mamma hans, Jóhanna er lasin. Hún er undirlögð af vöðvabólgu sem leiðir upp í höfuð. Það er ekki gott og hún er örugglega búin að ofkeyra sig í vinnunni. Svo er þó nokkuð stórt mál að vera ein með þrjú börn þó pabbar þeirra báðir séu duglegir að hjálpa eins og núna. Og síðustu nótt gisti Jóhann Sveinbjörn líka hjá okkur. Mikið sport að gista í sveitinniog leika sér við vin og frænda hér í grjótinu. Þeir klifruðu upp á Heiðarvörðu og voru að leita að fjársjóði..

Nóg að svo stöddu..Bestu kveðjur!

Silla.
 
Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54