28.04.2008 21:16
Captivan mín.

Sæl öll.
Bíllinn minn er á verkstæði!
Gunni fékk hann lánaðan þegar hann var að leita að Brúnó um daginn. Og hann keyrði yfir stóran stein. Ekki varð ég vör við að eitthvað væri að fyrr en nú um helgina. Þá tók ég eftir að litlir olíublettir voru allstaðar þar sem ég var á Captivunni minn. Æiiii, ég linnti ekki látum fyrr en Gunni og Fúsi höfðu kíkt undir gripinn í morgun og sáu að eitthvað rör var næstum í sundur ....
Og ég fór í umboðið eða réttara sagt verkstæði þess og bað þá kíkja á þetta. Já starfsmaður kíkti á dæmið og sagði ..Þú ferð sko ekki fet á bílnum!!...... Ha...já já sagði ég..Þetta var eins og að koma á bílagjörgæslu.
! Og hvað átti ég svo sem að gera bíllaus... hm...... En þeir hjá Bílabúð Benna eru frábærir . Lánuðu mér bíl og sögðu að þetta væri allt í góðu lagi. Og nú er ekki því að dreifa að þetta flokkaðist undir einhverja ábyrgð. Þetta finnst mér sýna lipurð í viðskiptum sem ber að þakka.

Mér finnst þetta vera punkturinn yfir iið hjá þeim. Þegar ég hef farið með bílana mína í skoðun hjá þeim er alltaf sjálfsagt að lána bíl. Þetta er sko ekki gert í öllum umboðum. Sama sagan er hjá Sissa sem selur bíla fyrir þá í Reykjanesbæ. Alltaf mjög lipur þjónusta og lánar bíl ef eitthvað er gert þar. Ég held að það margborgi sig hjá bílasölum og tengdri starfsemi að sýna svona lipurð..
Svo nú er mér borgið í bílamálum. Ek um á súkku = Grand Vitara..En þvílíkt hvað þessi jeppi er mjór! Og í fyrramálið klukkan átta á ég að vera mætt í Grunnskólanum í Sandgerði til að gæta þess að samræmdu prófin fari fram eins og lög og reglur segja til um. Það eru örugglega sumir kvíðnari á þessari stundu en ég
.En yfir þrjátíu nemendur þreyta nú próf hér. Tvö eru barnabörnin mín..Gunnar Borgþór Sigfússon (alnafni afa síns) sem er í tíunda bekk (16 ára) og Ástrós Anna Vilhjálmsdóttir (15 ára) sem tekur tvö próf þó hún raunar þurfi þess ekki fyrr en næsta vor. Hún er í níunda bekk.

En nú læt ég staðar numið í bili.
Vorkveðjur til ykkar allra.

Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52