30.04.2008 21:59
Samræmd próf.

Sælt veri fólkið.
Nú er lokið tveimur prófum í Samræmdu prófunum. Allt hefur gengið vel hjá okkur og unglingarnir eru til mikils sóma. Þau eru stillt og prúð og reyna eftir bestu getu að leysa verkefnin sín. Ég vona að það hafi tekist vel hjá þeim blessuðum. Núna erum við með prófin í Samkomuhúsinu annað árið í röð. Það þykir heppnast mjög vel og þar er það næði sem þarf að vera til staðar.
En ef frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á grunnskólalögum nær fram að ganga verða ekki fleiri próf með þessu sniði. Þar er talað um nokkurskonar könnunarpróf sem verða haldin bæði haust og vor. Þau myndu þá byrja á næsta ári.
Og mér finnst mjög líklegt að það þurfi alltaf að vera einhver próf til að reyna getu nemenda einhverstaðar í ferlinu. En samræmdu prófin eins og þau eru núna setja skorður á ferð krakkanna um skólastigið. Það þurfti t.d 7.8 í meðaleinkunn á síðasta ári til að komast í Verslunarskólann. Líklega er það svipað í MR.
Svo sennilega eru sum undir smá pressu ef þau ætla í einhverja tiltekna skóla. En það góða við nám í dag er að alltaf er samt hægt að byrja upp á nýtt jafnvel þó nemendur hætti tímabundið. Það var ekki eins auðvelt hér áður eða..
...

Veðrið hjá okkur ( Maddý, Dísa og co) er búið að vera þvílíkt vindasamt. Bílar og fellihýsi fjúkandi á Kjalarnesi. Mold og sandrok hér syðra og snjókoma hjá systrum mínum á norðurlandinu. Sem sagt er ekki hundi út sigandi og eiginlega bara gluggasólarveður.
Garðar Ingi er hjá okkur núna. Þeir eru að horfa á spennumynd Gunni og hann..
... Hundarnir eru farnir að sofa niðri í kjallara og rólegt í Heiðarbæ. Frí á morgun 1.maí og við ætlum að hafa það notalegt núna með vindinn fyrir utan gluggann!

Baráttukveðjur í tilefni morgundagsins!
Silla.
Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54