03.05.2008 13:44

Helgarblogg.


Hæ hæ ..

Ég hef verið löt að blogga undanfarið. Skólinn hefur tekið sinn tíma og svo var saumaklúbbur hjá mér hér í Heiðarbæ í gærkvöld. Það var kátt á hjalla og Gunni grillaði fyrir okkur. Tilbreyting og það er búið að panta að hafa slíkt árlega!

Við erum sex í klúbbnum og hittumst að jafnaði einu sinni hjá hverri yfir veturinn. Sigrún er ekki á landinu núna. Hún er með Alla sínum á Spáni þar sem þau eiga hús. En hún er í netsambandi og við sendum bestu kveðjur yfir til Spáníá..

Ég fékk sms frá Maddý í gær og þau eru stödd hjá David í Atlanta í Georgíu. Flott hjá þeim. En þau koma heim 8. maí n.k. Fínt að koma heim inn í vorið. Góð viðbót við sumarið hjá þeim.

Ég fór að skoða sýningar á fimmtudaginn þann 1. maí. Fór með mömmu og kíkti niður á Listatorg á sýningu hjá Guðmundi Maríussyni. Við skoðuðum líka handavinnusýninguna í Miðhúsum og fengum okkur kaffi og vöfflur.

Ég var að lesa um að Ellert ljósmyndari Víkurfrétta hafi fengið þreföld fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppni í París. Flottur!! Hann er mjög næmur og góður ljósmyndari. Flottar myndirnar hans. Linkur hjá mér (til hægri) þar sem hægt er að skoða margt.
En ég læt þetta duga í bili og eigið góða helgi.

Silla.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51