10.05.2008 19:59
Ný prinsessa!

Halló kæru vinir!!
Ég var að eignast nýtt barnabarn.. Hún Linda og hann Jón voru að eignast stúlku. Barnið var 3330 gr að þyngd og 50 cm að lengd. Hún er tólfta barnabarnið okkar og fjórða stelpan.
En í hádeginu í dag komu Linda Ösp og Hrafntinna dóttir hennar í heimsókn hingað í Heiðarbæinn og þá voru verkirnir farnir að ágerast hjá mínu yngsta barni. Jafnframt mömmunni henni Lindu. Hún fór í framhaldinu í skoðun á Sjúkrahúsið í Keflavík og að fara heim..nei ónei..Og nýja stúlkan kom í heiminn kl.16.30..
..

Við afi og amma erum auðvitað búin að kíkja á hana og hún er æði. Smágerð með svart hár eins og mamma hennar og pabbi. Og stærðin er að mínu mati flott. Barnabörnin mín hafa verið af ýmsum stærðum við fæðingu. Náttúrulega, því ekki eru allir eins!
Þyngd allt frá 6 mörkum sem er hann Helgi Snær elskulegur, að 22 mörkum.. sem er Vilmundur Árni, minn hressi. Svona er þetta...sumir koma á tilsettum tíma. En aðrir flýta sér eins og Helgi sem var 29 vikur í móðurkviði.. Vilmundur var líka 42 vikur í mömmu maga svo það er ekki að undra að stærðin hafi verið mikil..
Já mér finnst við vera STÓRRÍK... þó ekki sé það nú í aurum talið!
En þetta var svona fréttapistill. Gestur frændi fékk fína afmælisgjöf..
.. Hann er sonur Lillý systir og þrítugur í dag..Getur það verið rétt?

Hafið það sem best.
Tólfföld amma og afi í Heiðarbæ...........
P.s kíkið á síðuna hjá Lindu hér til hægri..Vinkona hennar hún Dísa setti inn nokkrar myndir.
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51