18.05.2008 18:16

Fólk og dýr í Stafneshverfi.


  
Halló öllsömul. Nú hefur verið svo fínt veður undanfarið að blogg og svoleiðis hlutir mæta afgangi. Hér í hverfinu er mikið líf og fjör. Það eru þrír kálfar úti á túni hjá Bjössa bróður og eitt lítið lamb. Heimalningur..... ..Og hann er alveg æði! Hann eltir Bjössa húsbónda sinn á röndum. Gæti frekar verið hundur að því leiti. Þessi elska gerir mannamun því hann eltir ekki hvern sem er.

Kálfarnir vekja mikla eftirtekt þeirra sem fara hér um á helgarrúntinum. Fólk hefur sagt við mig að svona sjón sjái þau ekki á öllum Reykjanesskaganum. Það gæti reyndar alveg passað því kúabúin eru löngu aflögð hér um slóðir. Svo eru hross í Bala sem Mummi á og þar er lítið folald. Svo þið heyrið að fjörið er hér.......Það eru margir að setja niður kartöflur og fleira. Benni var á fullri ferð í vikunni. Ég sá að Rúnar í Bala og frú voru að stússa í dag. Ég fór í hjólreiðatúr og það var hressandi. Svo var ég líka að klára hringtorgið mitt.. Ekki spyrja hvað ég meina bara kíkja í heimsókn og sjá...Gunni og félagar voru að vinna í dag í Örfirisey.

Maddý og Gisli eru komin heim frá Flórida og auðvitað mætt í Glaumbæinn. Við tókum hús á þeim í fyrrakvöld og stoppuðum í tvo tíma. Það var margt spjallað og við fengum heilmikið að vita frá ferðum þeirra í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þar var rætt um ferð til Rósu frænku og byggingaframkvæmdir í Jacks. Svo voru David og Stacey hjá þeim í Jacks og þau skoðuðu Townhúsið þeirra í Atlanta.

En ég hef verið að fylgjast með moggabloggi þegar veður hefur leyft og þar sá ég að Milla okkar sem bjó lengi í Sandgerði er skráð. Svo um daginn lét ég slag standa og skráði mig á bloggið það. Hm. Það er ansi gaman að vera með í því þegar tími gefst og ég er búin að blogga við nokkrar fréttir. En ég fer mér hægt í byrjun því það stendur ekki á að finna veika punkta hjá manni í svona opinberu spjalli. Það er reyndar allt í lagi og bara gaman að því.

En nú ætlum við hjúin að grilla svo þar til næst ..eigið góðar stundir.
Silla.


Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51