21.05.2008 11:50

Fastur í bakinu !!!


 
Já sæl verið þið. 
Svona gerist stundum (hjá ellismellum)....að festast í bakinu með miklum verkjum. Gunni var að bogra yfir sturtunni í gærmorgun og ég heyrði bara öskur og hann rétt komst upp í rúm og var þar að mestu í gærdag. Erla Jóna kom með hitapoka sem hefur örugglega hjálpað auk bólgueyðandi lyfs sem við áttum. Svo í morgun (í seinna lagi) fór hann allur skakkur í vinnuna. Hann ætlaði að reyna eitthvað við tölvuvinnu. Ég held að það verði ekki nein erfiðisvinna unnin í dag. En það er gott að þetta er að lagast því eins og þeir vita sem fá svona í bakið þá er það sko ekkert grín.

Ég sjálf þekki þetta frá fyrri tíð. Og taldi mig reyndar ekki ellismell þá! Og heldur ekki í dag ha ha....Á árunum 1983-1986 fékk ég að meðaltali svona skelfilega í bakið á sex mánaða fresti. Og gat mig hvergi hrært í einn til þrjá daga í einu. Talið var að þetta væri brjósklos sem læknirinn vonaðist til að gengi til baka. Og það gerði það að vissu marki. 

Ég átti því láni að fagna að eiga frábærar vinkonur sem komu daglega og oft á dag til mín. Þar var Lilja Karls mín helsta stoð ásamt Hrefnu. En 1992 kom brjósklosið út annarsstaðar þ.e. í efri hluta hryggjarins. Það var slæmt og leiddi niður í handlegg í stað fótar. En þó aldrei eins slæmt og það fyrra því maður gengur jú ekki á höndum ..eða ekki ég. Að lokum var ég svo skorin við brjósklosi árið 1993 og hef verið fín í baki síðan... Ætti ég ekki að segja 7-9-13......

En að öðru leyti er allt fínt að frétta. Litla stelpan nýfædda dafnar vel hjá Lindu og fjölskyldu og Hannes hennar Konný útskrifast á laugardag úr sínu fagi. Það verður kaffi hjá þeim bræðrum í Miðhúsum á laugardaginn og nóg að snúast.......

En þar til næst hafið það sem best.
Silla.

 
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51