22.05.2008 21:36
Eurovision og rok!

Og í dag er búið að vera þvílíkt ROK..Ég horfi angistaraugum á plönturnar sem ég fékk hjá Ásu í Glitbrá um daginn berjast í vindinum. Ég vona það besta því vindurinn er hlýr og vorið hefur vonandi yfirhöndina.
..

Og betri helmingurinn er allur að koma til..Hann situr hér við hliðina á mér í tölvunni sinni og ég næ ekki sambandi við hann í augnablikinu.
. Ég er alveg sátt við það því við eigum sko öll rétt á að að eiga áhugamál í tómstundunum. Ég blogga um þetta og hitt og honum finnst það bara fínt..Les það stundum og stundum ekki.

En það verður greinilega fjör á laugardag. Euróvísion fjör. En þessi dagur er samt dagur afreka og það verður haldið upp á það..Hannes tengdasonur útskrifast sem vélvirki og við ætlum að fara í Borgarholtsskóla og samfagna með honum. Og á eftir förum við í kaffi í Miðhúsum og þar verður líka bróðir hans Siguróli og þeir ætla saman að halda upp á að hann er orðinn stúdent og Hannes vélvirki!
Elskurnar mínar. Hafið það sem best!
Kveðja úr Heiðarbæ
..

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1547
Gestir í gær: 207
Samtals flettingar: 210683
Samtals gestir: 38728
Tölur uppfærðar: 24.5.2025 00:19:56