28.05.2008 11:13

Blessaðir fuglarnir.



  Góðan og blessaðan daginn. Hann er fljótur að líða tíminn og bráðum kominn júní. Það er rúmt ár síðan við fluttum í Heiðarbæinn. Reyndar fyrst upp á loftið. En í morgun fyrir klukkan níu var ég á leið í þjálfun og fer alltaf fram hjá æða og fuglavarpinu í Norðurkoti og Fuglavík. Það var sko margt um fuglinn í morgunkyrrðinni. Æðarpar sat á veginum og ætlaði bara ekkert að færa sig. En..vaggaði sér svo út fyrir. Já þau eru svo sæt þessar elskur og karlinn flottur á litinn.

Norðanfólkið mitt sumt er á faraldsfæti. Dúna og Þröstur komu við og eru að fara til Hollands í fyrramálið. Inga Þórey dóttir Lillý og fjölskylda eru flogin til Spánar og Bjössi lóðsaði þau upp í flugstöð í gærkvöld. Inga varð stúdent sl. laugardag og var ekki með veislu eða slíkt og valdi að fara frekar með manninn og tvíburana sína út.


Annars er allt gott að frétta héðan úr sveitinni. Maddý og Gísli eru að mestu í Glaumbæ. Skreppa í bæinn yfir miðja vikuna. Enda ekki langt á milli. Reyndar held ég því fram að það sé styttra til Reykjavíkur en til baka hingað...Það finnst allavega sumum sem þar búa.


En ég hef kannski ekki mikið fleira að segja ykkur í bili. 
Hafið það sem allra best.
Silla ..



Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191763
Samtals gestir: 37116
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:03:51