02.06.2008 21:43
Bloggleti!

Stundum, ekki oft, kemur fyrir að ég kíki ekki á netheima. Ég er nefnilega býsna háð þeim nú orðið. Ég byrja morguninn á því að hella á könnuna og kíkja í moggann. Sko einu sinni hafði ég blaðið við hendina en nú er það í tölvunni minni. Því þegar maður er orðin dreifbýliskella þá er ekkert blað eldsnemma í lúgunni. Tvo aðra netmiðla kíki ég alltaf á. Það eru Lífið í Sandgerði og Víkurfréttir.
Reyndar fyrir nokkrum árum í fjögur ár var ég umboðsmaður moggans og sá hann klukkan fimm að morgni. Já og mér gengur illa að ná umboðsmannsnafninu úr símaskránni og í síðustu skrá er þessi blessði umboðsmaður búsettur hér í Heiðarbæ!! Hún er nú bara svona skriffinnskan. En það venst ágætlega að setjast við skjáinn og skoða. Og þá er heldur ekki eins mikið af pappír sem þarf að henda. Alltaf gott að sjá jákvæðu hliðar lífsins.
.. Er það ekki?

Reyndar er notalegt að setjast inn í stofu með kaffibollann og horfa út og yfir og spá í hvort einhverjir bátar séu í fiskeríi. Eða lambið hans Bjössa og kálfarnir að bíta gras og ærslast. Svo hlaupa hundarnir yfir til þeirra og hvað veit ég hvað þau eru að ræða sín á milli..(Ha ha ég er ekkert orðin elliær..bara í þykjustunni). Já og svo eru tvö yndisleg nýfædd folöld hér í nágrenninu. Þau eru í Bala.
Undanfarið hef ég ekki verið í eldabuskumálum í Sandgerði. Þeir hafa verið mest í burtu strákarnir í Fúsa. En alltaf getur maður haft nóg að gera samt. 14.júní á að skíra litlu skvísuna þeirra Lindu og Jóns. Ég fer nú að verða forvitin um hvaða nafn snótin fær. Í dag á Eiríkur 38 ára afmæli og í desember verður Sigfús 40 ára...Segir einhverja sögu um aldur foreldranna..hm.
Svandís kom í dag með hundana sína í heimsókn. Venja þá við. Ég ætla að passa þá fyrir hana meðan hún skreppur til útlanda í sólina. Þá verður örugglega mikið hundalíf í Heiðarbæ!! Þá breytist kjallarinn í flottasta hundahótel..
En að lokum ..Sofið rótt og hafið það sem best.
Ykkar Silla.

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52