12.06.2008 20:12

Búrfell.


 
Góða kvöldið. Ég var að koma frá Búrfelli. Fór á Gunna bíl og hann á vörubílnum. Hann var með verkfæri, sand og fleira handa strákunum. Við lögðum af stað héðan fyrir hádegi og svo þurfti að ná í hitt og þetta. Sigfús og Árni eru byrjaðir upp frá og þurfa að nota lyftuna á vörubílnum. Ég var nú búin að hugsa mér að koma við í Árnesi en það verður að vera bara í næstu ferð. Það er nú hálflýjandi að keyra svona í lotu báðar leiðir. En það er þó malbik alla leið. Veðrið frábært og of gott til að sitja og keyra.

En svo er allt orðið svo þurrt að ég reyni að vökva nýja blettinn annað slagið. Það mætti alveg koma demba núna. En þetta er bara eins og fínasta græn kápa. Og það með kraga. Hringurinn sem ég gerði kemur út eins og kragi! 

Sigrún vinkona kom í fyrradag. Ég held að hún hafi verið búin að gera þrjár tilraunir til að kíkja á mig í Heiðarbæ síðan ég flutti. En það tókst að samræma okkur loksins ... Held að hún hafi bara verið farin að halda að ég vildi ekki fá hana í heimsókn.. Maddý kom með plöntur og setti í sárið við blettinn. Svo þegar þetta grær allt upp þá verður það orðið eins og við hefðum ekki hróflað við neinu. Eins og mikið umrót varð við byggingaframkvæmdirnar.

En svo eru komnir þrír hundar í pössun hjá mér. Svandís fór út í dag og þeir komu í gær. Þeir eru að sætta sig við breytinguna greyin og eru niðri í kjallara yfir nóttina eins og hinar. Nóg að gera. Ég læt þá í grind úti. Er svo hrædd um að þeir strjúki. Og af því ég var svo lengi að heiman í dag fékk ég Jóhönnu til að kíkja á þá. Hún átti frí aldrei þessu vant! Hún vinnur mikið.

En ætli ég hætti ekki þessu blaðri í bili.
Bestu kveðjur.
Silla.



Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52