20.06.2008 20:18

Blíðan og sumarsólstöður.


Gott kvöld... Eða ætli það sé nokkuð komið kvöld. Það er allavega svo bjart og ekki eins og sé að koma nótt. Enda lengstur sólargangur framundan. Á miðnætti held ég að sé tíminn. Og dagurinn í dag var hlýr og varla að maður kvarti yfir því.

Ástrós og Garðar Ingi voru hér í dag og vinur Garðars. Ég var að skutla þeim í bíó strákunum og mamma Davíðs vinar hans sækir þá á eftir. En ég hef verið ein með blessuðum hundunum að öðru leiti. Og búin að vera að bleyta í blettinum. Í gær fór ég með mömmu í flug. Hún var að fljúga til Akureyrar. Hún er í sinni árlegu sumarferð til sinna norðlensku dætra og afkomendanna allra. Gaman að því hvað hún er hress og nýtur þess að fara norður.

Gunni er að koma úr sinni annarri ferð í dag upp í Búrfellsvirkjun. Hann þurfti að fara með varahluti og ég á ekki von á honum fyrr enn klukkan tíu. Þá ætla ég að grilla handa þreyttum bóndanum.. Sko ég kann alveg að grilla en mér hefur fundist ágætt að segja að hann kunni það svo miklu ,miklu betur!

En veðrið er þannig að ég ætla út aftur og ekki eyða of miklum tíma í blogg. Það koma örugglega bloggdagar seinna ef maður þekkir veðráttuna rétt hér á landi.

Kveðjur til ykkar allra úr Heiðarbæ.
Silla. 

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52