02.07.2008 14:37
Merkilegt!
Halló öllsömul.
Það hefði einhvern tímann ekki verið fréttnæmt að það kæmi rigning.

En það spáir aftur blíðu um helgina. Og það um allt land. Jóhanna keyrði norður til Akureyrar í gær með tvo gutta með sér. Þar er að byrja fótboltamót. Garðar Ingi og Jenni vinur hans (sonur Inga Sumarliða) eru að fara í nokkurskonar fótboltaæfingabúðir og Jóhanna gistir hjá Lillý systir.
Ég var nú í símanum í gærkvöldi að fylgjast með því að þau kæmu heil á húfi norður... Erla Jóna og Ágúst voru líka á norðurleið og ég frétti af þeim í gegn um Jóhönnu. Þessar ömmur.

Ég var að elda handa strákunum í Fúsa í hádeginu. Þeir voru það margir heima en fara líklega upp í Búrfell í dag. Þar eru tveir að vinna núna. Vona bara að allt gangi vel hjá þeim. Þetta er nú svolítið glæfralegt að sjá þarna... En þeir eru með öll öryggistæki, líflínur ofl.
Læt þetta duga í dag. Líði ykkur sem best.
Silla í Heiðarbæ.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52