04.07.2008 18:30

Barnabörn.


Góða kvöldið.
Nú er ég að búa mig undir að krakkarnir frá Lysabild í Danmörku komi í heimsókn. Þau koma seint í kvöld. Sennilega á miðnætti. Þetta eru þau Þorsteinn Grétar, Helgi Snær og Sigurbjörg Eiríks og Liljubörn. Þau eru sennilega að mæta á Kastrup núna þegar ég er að pikka þetta. Þau verða hér til 21.júlí og mér er sagt að þau hlakki rosalega mikið til að koma.

Það er ekki neitt skrítið. Það er líka gaman að hitta vini og frændsystkin sem búa hér flest í Sandgerði. Jóhanna er fyrir norðan núna en Garðar Ingi, Ágúst Þór og Helgi Snær eru á svipuðum aldri. Þau systkin verða að vera róleg í sveitinni fyrst um sinn.

Svo munu þau fara einhverja helgina og heimsækja afana og ömmurnar í Reykjavík. Svo hjónakornin á Jótlandi munu hafa það náðugt. Eiríkur er búin í prófunum og gekk bara vel. Mér skilst að þau ætli að útbúa sér pall við húsið á meðan þau eru barnlaus.

En nú er allt á fullu hjá Fúsagengi í Búrfellsvirkjun. Ég ferjaði bíl með Gunna þangað í gær seinnipartinn.. Ótrúlegt hvað það getur verið lýjandi að keyra lengi. Svo fór Gunni aftur í dag uppeftir. Það er nóg starf að vera svona reddari eða hvað við getum kallað snúningana sem hann sinnir.

Ástrós Anna er að fara í útilegu með Björgunarsveitinni um helgina. Ég held að þau fari nú ekki nema að Djúpavatni sem er hér á skaganum. Hún nýtur sín vel í unglingastarfinu hjá þeim.... Og að mínu mati er það frábært áhugamál hjá henni.

Ég læt þessar hugleiðingar á meðan ég bíð eftir símtali frá DK (um að þau séu komin á völlinn) duga. Eigið góða helgi í blíðunni sem á að verða um allt land næstu daga. Og þið öll í USA, Dísa og co, Mummi, David ofl. Þið hafið oftast fárveður eða þannig.....ha ha.
Góðar stundir.
Silla.


 
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52