09.07.2008 10:48
Sumartími.

Hæ öll..Það er nóg að gera á bæ núna. Börnin í heimsókn frá Dk. Þau eru búin að vera fimm nætur en sváfu eina nótt hjá Jóhönnu. Þau fóru í pottinn hjá Konný í gær nema Þorsteinn Grétar. Ég fer með þau eftir hádegi í Sandgerði til að þau geti heimsótt vini sína.
En í kvöld kemur David vinur okkar frá Atlanta. Hann ætlar að aðstoða Gunna eitthvað því þar á bæ (í vinnunni) er nóg um að vera. David er á lausu þessa stundina. En um helgina geri ég ráð fyrir að krakkarnir heimsæki ömmur og afa í Rvík. Eftir það verður Vilmundur kominn úr fríinu hjá pabba sínum. Þau Sigurbjörg eru góðir vinir svo það verða fagnaðarfundir.
En í þessari sumarblíðu sem hefur verið er ekki hægt að vera mikið í bloggi. Bara hreint ekki. Reyndar hefur oft verið skýjað eða þokubakkar framan af degi enn að öðru leiti frábært veðurfar.

Segi þetta gott.
Kveðjur til ykkar úr Heiðarbæ.
Silla
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52