17.07.2008 13:01
Sól, hiti, börn og dýr.
Halló,halló.
Nú er sól og sumar og varla bloggveður. Við fórum í sund í gær með krakkana við Jóhanna og þá voru 17 gráður og ekki stanslaus sól. Nú er BARA blíða og steik. Helgi, Garðar, Vilmundur, Sigurbjörg og Jóhann eru hér í dag. Systurnar Konný og Jóhanna skruppu í bæjarferð. Það var verið að borða pylsur eins og Íslendingar gera ..
Og svo eru það kálfarnir hjá Bjössa. Þeir tolla sko ekki í girðingunni og finnst grasið miklu betra og grænna hinu megin. Var að kíkja á þá áðan.. Strákarnir frá Nesmúr eru að pússa kjallarann, Voru áður búnir að fara fyrstu umferð..
En um helgina fara systkinin til pabba Lilju. Sennilega á morgun. Og ég ætla ekki að sitja lengi við tölvuna í dag. Bið að heilsa ykkur öllum. Kveðja úr sól og sumri í Stafneshverfi...... ..