29.07.2008 15:09

Hjóla, hjóla!


Sæl öll. 
Ég þurfti að skreppa í Sandgerði og hafði nægan tíma eða þannig..Ég ákvað að ég skyldi sko hjóla. Ég hef hjólað í sumar til Sandgerðis en þá bara aðra leið .. Oftast læt ég duga að hjóla inn í Hvalsneshverfið. Nú var alveg frábært hjólaveður, hæg norðanátt og þetta gekk nú bara aldeilis vel. Ég fór í Pósthúsið með pakka til Danmerkur og fór svo með eitthvað nesti (óhollustu) til tengdó. Að lokum hjólaði ég svo til Lindu þar sem Konný var stödd með Arnar Smára. Þetta var bara hressandi æfing. Það eru um það bil 8 km aðra leiðina í Sandgerði. Það mætti vera oftar svona hjólaveður!

En ég verð nú að viðurkenna að ég fer hægar yfir heldur en í gamla daga. Þá var ég oftast 20-25 mínútur á leiðinni sem þá var á malarvegi. Í dag er malbik. Nú var ég 40 mínútur aðra leiðina og 35 mín til baka. En það er nú ekki aðalmálið. Ég varð reyndar hugsi yfir einu.. Litlu krakkarnir eru allir með hjálma en ég sem ætti að vera fyrirmynd var berhöfðuð..Þarf að bæta úr því sem fyrst.

En það eru allir í Fúsa ehf uppi í Búrfelli eins og venjulega. Veit ekki hvort Gunni og David gista þar í nótt eða ekki. Nesmúrsmenn voru að ljúka við að pússa neðri hæðina (kjallarann) Þeir voru sex daga samtals þó ekki allann daginn alltaf. Svo er bara að vona að verðið verði sanngjarnt. Við höfum fína reynslu af þeim félögum í Nesmúr..svo þetta verður örugglega í góðu.

Adda Hafborg kom áðan með smávegis sem ég átti hjá henni. Hún hefur aldrei komið í Heiðarbæinn og leist alveg ljómandi á staðinn.. Sagði eins og svo margir að hér væri svo róandi að koma. 

Ég ætla að láta hér staðar numið um sinn. Bestu kveðjur úr Stafneshverfinu!
Ykkar Silla. 


Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54