06.08.2008 10:05
Afmælisbörn.

Góðan daginn.
Þau eru nokkur barnabörnin mín sem eiga afmæli í ágúst. Þar ber fyrst að nefna Ástrós Önnu Vilhjálmsdóttur sem er fædd 3. ágúst, bróðir hennar Vilmund Árna Vilhjálmsson sem á daginn í dag 6. ágúst. Ágúst Þór Sigfússon er fæddur 10. ágúst og Sigurbjörg Eiríksdóttir nafna mín á afmæli 17. ágúst. Svo þriðjungur þeirra tólf barnabarna sem ég á eru fædd í mánuðinum. Og svo er september stór mánuður hjá fjölskyldunni!!
Þetta eru því tilhlökkunardagar hjá mörgum af þeim yngri. Og eflaust er það alveg fram til tvítugs sem við bíðum eftir að eldast en svo held ég að hægi nú á þeim væntingum.
.En ég ætla á eftir að skreppa til höfuðborgarinnar. Þar verður jarðsungin gömul vinkona, Ragnhildur Kristín Sandholt og ég ætla að fylgja henni síðasta spölinn.


Það er enn sama blíðan hér um slóðir þó eitthvað hafi hitinn lækkað. Enda var hann óvenju hár um daginn. Fór upp í 23 stig í forsælu hér. Í dag er hann 14. stig og það er svona meira það sem við þekkjum.
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra..Aðeins að láta vita af mér.
Kveðjur til ykkar úr Heiðarbænum.
Silla.
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52