19.08.2008 10:57

Gestkvæmt.

Góðan dag. 
Það hefur verið gestkvæmt undanfarið. Í fyrradag komu Jóna Bergþóra og Laufey Björg með börnin auk mömmu. Svo á nokkrum dögum hafa fjórar af fimm dætrum Dúnu kíkt í Heiðarbæinn. Í gærkvöld komu svo Sigfús, Erla Jóna og Ágúst í kvöldmat. 

Það var svo stillt veður að ég prufaði að hjóla eftir kvöldmatinn að Gálgum sem er við nýja Ósabotnaveginn. Það gekk vel en auðvitað er þægilegra að hjóla á malbiki en svona malarvegi. Og ekkert bólar á olíumölinni á þessum vegi.

Reynir og Día komu hér eitt kvöldið. Svo alltaf fjölgar þeim sem vita hvar Heiðarbærinn er..

Og ég er búin að fá lánað hús hjá Verkalýðsfélaginu mínu. Það er á Akureyri. Svo þá verður rólegheit þegar sumir komast á sjötugsaldurinn. Og mig hlakkar til að heimsækja frændfólkið fyrir norðan ekki síst þau nýfæddu

En nú er ég að fara að tygja mig í æfingar. Í gærmorgun fór ég í segulómskoðun í Rvík sem ég veit ekki hvort nokkuð kemur út úr. Ég heyri í lækninum á fimmtudag um það.

En ég læt þetta duga í bili..Stutt og laggott ekki satt.
Kveðja til ykkar allra.
Silla
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52