19.08.2008 10:57
Gestkvæmt.

Góðan dag.
Það hefur verið gestkvæmt undanfarið. Í fyrradag komu Jóna Bergþóra og Laufey Björg með börnin auk mömmu. Svo á nokkrum dögum hafa fjórar af fimm dætrum Dúnu kíkt í Heiðarbæinn. Í gærkvöld komu svo Sigfús, Erla Jóna og Ágúst í kvöldmat.
Það var svo stillt veður að ég prufaði að hjóla eftir kvöldmatinn að Gálgum sem er við nýja Ósabotnaveginn. Það gekk vel en auðvitað er þægilegra að hjóla á malbiki en svona malarvegi. Og ekkert bólar á olíumölinni á þessum vegi.
Reynir og Día komu hér eitt kvöldið. Svo alltaf fjölgar þeim sem vita hvar Heiðarbærinn er.
.

Og ég er búin að fá lánað hús hjá Verkalýðsfélaginu mínu. Það er á Akureyri. Svo þá verður rólegheit þegar sumir komast á sjötugsaldurinn. Og mig hlakkar til að heimsækja frændfólkið fyrir norðan ekki síst þau nýfæddu

En nú er ég að fara að tygja mig í æfingar. Í gærmorgun fór ég í segulómskoðun í Rvík sem ég veit ekki hvort nokkuð kemur út úr. Ég heyri í lækninum á fimmtudag um það.
En ég læt þetta duga í bili..Stutt og laggott ekki satt.
Kveðja til ykkar allra.
Silla

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52