22.08.2008 15:39
David farinn heim á leið.

Jæja þá er vinur okkar farinn heim til Atlanta. Reyndar flýgur hann til Minneapolis og verður að gista þar í nótt og svo heim í fyrramálið. Við vorum að koma frá því að keyra hann upp í Flugstöð. Í gærkvöld héldum við smá kveðjupartý fyrir hann og við vorum hér þrettán samankomin í mat og alles. Maddý Gísli Stefanía Ölli Benni Hemmi Guðrún Jóhanna Garðar og Vilmundur. Bjössi er á Norðurlandinu núna í heimsókn hjá vinum og vandamönnum.
En áður en við fórum áðan vorum við að horfa á handboltastrákana okkar. Þvílíkir strákar! Að vinna með sex marka mun!!! Svo þá eru þeir annað hvort komnir með gull eða silfur..Váá. Flottir.
En í gær hringdi bæklunarlæknirinn minn með niðurstöðurnar úr segulómmyndatökunni. Og þær niðurstöður voru þær að ég þyrfti að fara í aðgerð á hnénu. Allt í klessu þar. Enda er ég sko búin að finna verulega fyrir því í sumar og það hefur farið versnandi.
Ég hef samt verið að hjóla og það gerir örugglega gott en ef ég þarf að stoppa hjólið og stíga af því verð ég að passa að stíga í vinstri fót annars dett ég bara
!!! Það gerðist nú síðast þegar ég var að kíkja eftir kálfunum hjá Bjössa í júlí. Tók skarpa beygju til hægri og búmm á malbikið kylliflöt. Krakkarnir voru hjá mér og þeim brá meira en mér þessum elskum og komu hlaupandi. En þann15.september á ég að fara í þessa aðgerð..

Ætli ég láti þetta ekki duga í dag. Eigið góða helgi gæskurnar.
Silla...

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 191918
Samtals gestir: 37130
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:24:52