28.08.2008 13:24

Sandgerðisdagar



Góðan og blessaðan daginn! Nú eru að hefjast hinir árlegu Sandgerðisdagar. Þeir eru að verða sá viðburður sem stendur upp úr í bænum. Alltaf að verða betri og viðameiri. Bænum er skipt upp í gul, rauð, græn og blá hverfi. Við sunnan Sandgerðis tilheyrum því rauða og ég hef þegar sett rautt ljós í gluggann ....

Það er frábært hvað þetta nær að þjappa fólki saman og fólkið sem býr í Miðtúninu er áberandi duglegt að poppa upp stemninguna. Þau héldu pylsupartý eitt kvöldið ..svona fyrirfram.. og í gærkvöld buðu þau upp á vöfflur og súkkulaði. Mér skilst að mætingin hafi verið ótrúleg. Allt að fimm hundruð manns!!... Sumir voru komnir frá nágrannasveitarfélögunum að taka þátt í gleðinni. Já og þetta er bara rétt að byrja!!

Svo í kvöld er sauma-(bla bla)klúbbur hjá Sigrúnu í Pósthússtrætinu í Reykjanesbæ. Reyndar ekki atriði í Sandgerðisdögum !! 

Og annað kvöld ætla ég að taka mömmu með mér á setningu Sandgerðisdaganna í Safnaðarheimilinu. Þar verður ýmislegt sem gaman verður að sjá og heyra. Þá verður heiðursborgari bæjarins valinn í fyrsta sinn og upplýst hver það verður. Sandgerðislagið sem hefur verið í netkosningu verður kunngjört. Netkosningin vegur 30% og dómnefnd 70%. Svo verða fjölmörg skemmtiatriði. Veðurkortin sýna smá vætu en ef hún verður ekki lárétt þá er það í lagi!

En ég læt hér staðar numið að sinni.
Hafið það sem best.
Silla.
Flettingar í dag: 566
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 83
Gestir í gær: 11
Samtals flettingar: 192031
Samtals gestir: 37159
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 23:45:54